Ólafur Ragnar tekjuhærri en Guðni

Laun Guðna Th. Jóhannessonar forseta voru 2,8 milljónir króna á …
Laun Guðna Th. Jóhannessonar forseta voru 2,8 milljónir króna á mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, hafði hærri tekjur en Guðni Th. Jóhannsesson forseti á síðasta ári. Þetta kemur fram í tekjublaði Frjálsrar verslunar. Tekjur Ólafs á síðasta ári námu 3,25 milljónum króna á mánuði, en Guðna 2,8 milljónum, samkvæmt útreikningum sem byggja á álagningarskrá ríkisskattstjóra.

Næst á lista tekjuhárra ráðamanna er forsætisráðherra með 2,17 milljónir króna á mánuði, en á hæla hennar kemur Sigurður Páll Jónsson, tekjuhæstur þingmanna, en mánaðarlaun hans námu 2,12 milljónum á mánuði.

Tekjuhæstu stjórnmálamenn, að fyrrnefndum undanskildum:

  1. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. 1,95 milljónir
  2. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. 1,90 milljónir
  3. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. 1,85 milljónir
  4. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 1,84 milljónir
  5. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. 1,81 milljón
  6. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. 1,79 milljónir
  7. Logi Már Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar. 1,77 milljónir
  8. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. 1,77 milljónir
  9. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. 1,76 milljónir
  10. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir atvinnuvega- og dómsmálaráðherra. 1,76 milljónir

Prestar eru líka sumir vel launaðir. Tekjuhæstur þeirra var Kristján Valur Ingólfsson, sem gegndi embætti víglubiskups í Skálholti fram á mitt síðasta ár. Tekjur hans námu 1,88 milljón á mánuði, litlu meira en Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sem fékk 1,82 milljónir á mánuði fyrir sín störf. Helga Soffía Konráðsdóttir var tekjuhæst sóknarpresta, en hún þjónar í Háteigssókn og hlaut að launum 1,61 milljón á mánuði. Næstur kom Sveinn Valgeirsson dómkirkjuprestur með 1,58 milljónir á mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka