Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, hafði hærri tekjur en Guðni Th. Jóhannsesson forseti á síðasta ári. Þetta kemur fram í tekjublaði Frjálsrar verslunar. Tekjur Ólafs á síðasta ári námu 3,25 milljónum króna á mánuði, en Guðna 2,8 milljónum, samkvæmt útreikningum sem byggja á álagningarskrá ríkisskattstjóra.
Næst á lista tekjuhárra ráðamanna er forsætisráðherra með 2,17 milljónir króna á mánuði, en á hæla hennar kemur Sigurður Páll Jónsson, tekjuhæstur þingmanna, en mánaðarlaun hans námu 2,12 milljónum á mánuði.
Tekjuhæstu stjórnmálamenn, að fyrrnefndum undanskildum:
Prestar eru líka sumir vel launaðir. Tekjuhæstur þeirra var Kristján Valur Ingólfsson, sem gegndi embætti víglubiskups í Skálholti fram á mitt síðasta ár. Tekjur hans námu 1,88 milljón á mánuði, litlu meira en Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sem fékk 1,82 milljónir á mánuði fyrir sín störf. Helga Soffía Konráðsdóttir var tekjuhæst sóknarpresta, en hún þjónar í Háteigssókn og hlaut að launum 1,61 milljón á mánuði. Næstur kom Sveinn Valgeirsson dómkirkjuprestur með 1,58 milljónir á mánuði.