Telja stefnu Trump óvænlega til árangurs

Í bloggfærslu þriggja hagfræðinga hjá AGS segir að aðgerðir Bandaríkjastjórnar …
Í bloggfærslu þriggja hagfræðinga hjá AGS segir að aðgerðir Bandaríkjastjórnar muni ekki skila tilætluðum árangri og þess í stað hægja á efnahagskerfi heimsins. AFP

Toll­ar Banda­ríkja­manna á kín­versk­ar vör­ur munu ekki laga viðskipta­hall­ann og það munu vaxta­lækk­an­ir til þess að veikja banda­ríkja­dal­inn held­ur ekki gera, sam­kvæmt þrem­ur hag­fræðing­um Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, sem rita í dag blogg­færslu á vef AGS þar sem þeir virðast beina orðum sín­um beint til Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta.

Á meðal höf­unda færsl­unn­ar er Gita Gop­in­ath, aðal­hag­fræðing­ur AGS. Í henni seg­ir að aðgerðir Banda­ríkja­stjórn­ar muni ekki skila til­ætluðum ár­angri og þess í stað hægja á efna­hags­kerfi heims­ins.

„Hærri tví­hliða toll­ar eru ólík­leg­ir til þess að minnka sam­tölu viðskipta­hall­ans, þar sem þeir flytja aðallega viðskipti til annarra ríkja,“ skrifa Gop­in­ath og sam­starfs­menn henn­ar Gusta­vo Adler og Luis Cu­beddu.

„Þess í stað munu toll­ar lík­lega vera skaðleg­ir hag­vexti bæði inn­an­lands og á heimsvísu þar sem þeir draga úr trausti á markaði, fjár­fest­ingu og trufla alþjóðleg­ar virðiskeðjur, á sama tíma og þeir hækka kostnað fram­leiðenda og neyt­enda,“ seg­ir í færslu hag­fræðing­anna.

Einnig seg­ir að áætlan­ir ríkja um að veikja eig­in gjald­miðil til eig­in hags­bóta séu klunna­leg­ar í fram­kvæmd og verði ólík­lega vel lukkaðar. Þrýst­ing­ur á seðlabanka um aðgerðir til slíks muni ekki ná mark­miðum sín­um.

Þá segja höf­und­arn­ir að stjórn­völd ættu að forðast það að leggja of mikla áherslu á aðgerðir til þess að veikja gjald­miðla. Ólík­legt sé að mik­ill ár­ang­ur ná­ist í slíku með því að beita pen­inga­stefn­unni einni og sér – „sér­stak­lega á 12 mánaða tíma­bili,“ en nú er rúmt ár til for­seta­kosn­inga í Banda­ríkj­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK