Brotalamir í peningaþvættisvörnum

Kvika banki.
Kvika banki. mbl.is/Árni Sæberg

Brotalamir var að finna í peningaþvættisvörnum allra fjögurra viðskiptabankanna og Fjármálaeftirlitið hefur gert athugasemdir við þær allar. Helst vantar að skýrar upplýsingar liggi fyrir um raunverulega eigendur.

Tveir bankanna eru skráðir á hlutabréfamarkað og tveir eru í ríkiseigu.

Niðurstöður athugana Fjármálaeftirlitsins á þremur bankanna birtust á föstudag en niðurstaða athugana á Arion banka var birt í maí, að því er fram kemur í Kjarnanum.

Athugasemdir voru gerðar við peningaþvættisvarnir allra bankanna, Arion banka, Landsbankans, Íslandsbanka og Kviku. 

Fram kom að Arion banki hefði brugðist við niðurstöðum Fjármálaeftirlitsins frá því í maí. Nokkrar athugasemdir eru gerðar við peningaþvættisvarnir Landsbankans; meðal annars að  ekki hafi verið sýnt fram á að upplýsingar um raunverulega eigendur hafi almennt verið metnar með sjálfstæðum hætti.

Í niðurstöðum Íslandsbanka kemur fram að bankinn hafi þegar gripið til úrbóta þegar niðurstaða Fjármálaeftirlitsins lá fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka