Leitt að farið sé í manninn en ekki boltann

„Þess vegna hefur verið leiðinlegt að horfa upp á suma …
„Þess vegna hefur verið leiðinlegt að horfa upp á suma fara í manninn en ekki boltann í þessari umræðu, reyna að afvegaleiða umræðuna og benda á annars konar rekstrarvanda,“ segir Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík. mbl.is/RAX

Það er Rio Tinto „alveg dagljóst“ að vandamál álversins í Straumsvík liggur í raforkusamningnum við Landsvirkjun en ekki öðrum þáttum rekstrarins, segir Rannveig Rist forstjóri álversins í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins, sem kom út í gær.

Í máli Rannveigar kemur fram að Rio Tinto hafi sent teymi sérfræðinga hingað til lands í fyrra til að fara yfir alla kostnaðarliði rekstrarins. „Þeir fundu ekkert sem við sem stjórnum í Straumsvík höfðum ekki þegar gert eða bent á,“ segir Rannveig.

„Þess vegna hefur verið leiðinlegt að horfa upp á suma fara í manninn en ekki boltann í þessari umræðu, reyna að afvegaleiða umræðuna og benda á annars konar rekstrarvanda. Til að reksturinn verði sjálfbær í Straumsvík þarf raforkuverðið að vera samkeppnishæft. Til framtíðar litið er það forsenda áframhaldandi verðmætasköpunar í Straumsvík,“ segir Rannveig í viðtalinu, en aðalumfjöllunarefni þess voru veikindi hennar sem hafa leitt til þess að hún er komin í veikindaleyfi fram á haust.

Viðtalið við Rannveigu í heild sinni má sjá í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins og einnig geta áskrifendur lesið það í netútgáfu hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK