Kanna hvort tilefni sé til rannsóknar

Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, staðfestir að stofnuninni hafi borist kæra álframleiðandans Rio Tinto á hendur Landsvirkjun. 

Rio Tinto tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði kært Landsvirkjun til Samkeppniseftirlitsins, en í tilkynningu frá fyrirtækinu segir meðal annars að láti Landsvirkjun ekki „af skaðlegri háttsemi sinni“ hafi það ekki annan kost en að íhuga að segja upp orkusamningi sínum og virkja áætlun um lokun. 

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í samtali við mbl.is í gær að fyrirtækið teldi sig „að öllu leyti fara eftir samkeppnislögum á Íslandi og í Evrópu. Þessi samningur var sérstaklega skoðaður af eftirlitsstofnun ESA á sínum tíma“.

Páll segir að nú muni Samkeppniseftirlitið fara yfir kvörtunina og ákvörðun verði tekin í framhaldinu. 

„Þarna er kvörtun beint til Samkeppniseftirlitsins og nú munum við bara fara yfir það hvort málið gefi tilefni til formlegrar rannsóknar af okkar hálfu og þá með hvaða hætti,“ segir Páll. 

Páll segir að reikna megi með því að framhaldið verði ákveðið í lok ágúst eða byrjun september.

„Við kunnum að afla einhverra sjónarmiða og upplýsinga frá aðilum máls en það liggur ekki fyrir hvort við tökum málið til rannsóknar, við þurfum bara að taka afstöðu til þess,“ segir Páll. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK