OnlyFans hættir í kláminu

OnlyFans mun ekki lengur hýsa klám.
OnlyFans mun ekki lengur hýsa klám. Mynd/OnlyFans

OnlyFans mun hætta að hýsa efni sem flokkast sem klám og mun fyrirtækið því ekki leyfa notendum að birta kynferðislegt efni á síðunni frá og með október. Hins vegar verður áfram heimilt að birta efni með nekt ef það samrýmist reglum fyrirtækisins.

Ástæða breytinganna er þrýstingur frá bönkum, kortafyrirtækjum og greiðslumiðlum upplýsir OnlyFans í svari vegna umfjöllunar Bloombergs.

„Til þess að tryggja [efnahagslega]sjálfbærni okkar til lengri tíma og halda áfram að halda úti vettvang fyrir efnisframleiðendur og aðdáendur verðum við að gera umbætur á reglum okkar um efni,“ segir í svari fyrirtækisins.

Mikil umræða hefur verið hér á landi vegna framleiðslu íslenskra notenda á klámi sem hýst er á síðunni.

Gríðarleg velta

Fleiri en 130 milljónir skráðir notendur eru á OnlyFans, en fyrirtækið veitir efnisframleiðendum tækifæri til að rukka aðdáendur sína fyrir myndir og myndbönd. Vinsælustu einstaklingarnir á síðunni birta af sér nektarmyndir og myndbönd. Fram kemur á í umfjöllun Bloomberg að síða OnlyFans hafi verið sögð hafa veitt fólki í kynlífsvinnu öruggari starfsvettvang.

OnlyFans hefur að undanförnu reynt að laða að alþjóðlega fjárfesta á þeim forsendum að verðmæti fyrirtækisins nemi einum milljarði bandaríkjadala eða 128 milljörðum íslenskra króna. Velta fyrirtækisins í fyrra var tveir milljarðar bandaríkjadala og stefnir í að veltan tvöfaldist á þessu ári. Fyrirtækið tekur til sín um 20% af veltunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK