Vaxandi útflutningur á bifreiðum síðustu ár

mbl.is

Útflutningur á notuðum bílum hefur vaxið á síðustu árum. Í ár höfðu verið fluttar út 855 bifreiðar þar til í byrjun desember, en allt árið í fyrra voru fluttir út 624 bílar af öllum gerðum, fólks-, sendi-, hóp- og vörubifreiðar, samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu.

Þar liggja ekki fyrir upplýsingar um hvert þessir bílar fara, aðeins aldur bifreiða til útflutnings, fjöldi og skráningarár. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins fara bílarnir flestir til Evrópulanda og var Austur-Evrópa nefnd sem algengur áfangastaður fyrir eldri og tjónaða bíla, ekki síst Pólland og Litháen.

Eftir hrunið voru sett lög í lok árs 2008, sem heimiluðu að endurgreiða vörugjald af vélknúnum ökutækjum sem voru afskráð og flutt úr landi og giltu þau til ársloka 2009. Einmitt það ár fór útflutningur bíla í hæstu hæðir. Þá voru fluttar út 2.253 bifreiðar, en næstmest var flutt út 2006 eða 1.133 bifreiðar. Árið 2010 voru fluttar út 954 bifreiðar, en síðan dróst þessi útflutningur saman með hverju árinu til ársins 2016.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK