Gæti reynst stórt högg að svipta Rússa SWIFT

Pund, evrur, dollarar, seðlar, erlendur gjaldeyrir, peningaseðlar.
Pund, evrur, dollarar, seðlar, erlendur gjaldeyrir, peningaseðlar. Ljósmynd/Colourbox

Líklega yrði þyngsta efnahagsrefsingin, sem Vesturlönd gætu beitt Rússa, sú að meina þeim aðgang að SWIFT-bankakerfinu, því það gæti í reynd eyðilagt alla þeirra möguleika á að eiga viðskipti við umheiminn, í það minnsta um langan tíma.

Zelenskí forseti Úkraínu kallaði eftir þessari aðgerð í gær og Bandaríkjamenn hafa ekki viljað útiloka þennan möguleika. Það verður þó að teljast ólíklegt að af verði, en í gær ákváð Evrópusambandið að fara ekki þá leið og sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna að myndi fylgja þeirri ákvörðun, en að humyndin væri þó enn möguleiki.

Meðal þeirra ríkja sem settu sig upp á móti hugmyndinni voru Þjóðverjar, en þeir eru einn helsti viðskiptaaðili Rússlands og gæti þessi aðgerð haft miklar afleiðingar fyrir viðskipti þeirra m.a. með jarðgas. Á meðan hvöttu utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna til þess að þessi leið yrði valin. Aðrar Evrópusambandsþjóðir töldu margar hverjar að á meðan þetta gæti haft miklar afleiðingar fyrir rússneska bankastarfsemi gæti þetta jafnframt komið sér mjög illa fyrir evrópska lánveitendur Rússa sem fengju ekki greitt til baka.

Hvernig virkar SWIFT-bankakerfið?

SWIFT-bankakerfið er þekkt í tengslum við bankamillifærslur og var stofnað 1973. Í raun er réttar að segja að kerfið sé samskiptakerfi sem gefur bönkum möguleika á að vera í samskiptum, hratt, örugglega og á ódýran máta, því kerfið sem slíkt sér ekki um að millifæra peninga. SWIFT-bankakerfið á uppruna sinn í Belgíu, er ekki á markaði og er hlutlaus samstarfsaðili banka.

Bankar nýta sér SWIFT-kerfið til að senda samræmd skilaboð um millifærslur sín á milli, millifærslur sjóða fyrir viðskiptavini og um kaup og sölu eigna. Kerfið er notað í meira en 200 löndum af yfir 11 þúsund fjármálastofnunum og er lykilþáttur í alþjóðlegum viðskiptum. Vegna útbreiðslu kerfisins hefur fyrirtækið þurft að vera í samskiptum við yfirvöld til að tryggja að það sé ekki notað til að fjármagna hryðjuverk.

Hverjir eru fulltrúar SWIFT-bankakerfisins í Rússlandi?

Rússar eru stórnotendur SWIFT-kerfisins og koma næstir á eftir Bandaríkjamönnum í fjölda notanda. Meira en helmingur allra rússneskra fjármálastofnana nota kerfið.

Rússar eiga hins vegar sitt eigið greiðslumiðlunarkerfi, SPFS og Mir kerfið fyrir greiðslukort, en SPFS kerfið er nær eingöngu notað innan Rússlands þótt stefnt sé að því að breiða það út frekar, en það gæti tekið einhver ár.

Eru fordæmi fyrir að hamla aðgangi að SWIFT-kerfinu?

Árið 2012 samþykkti SWIFT að láta ekki íranska banka og þá sem voru á svörtum lista Evrópusambandsins nota kerfið og hafði það gífurleg áhrif á olíuverð Írana og er talið hafa komið þeim að samningaborðinu um kjarnorkumál árið 2015 og hækkaði þá olíuverð um leið.

En í nóvember 2019 þegar Íranir brutu gegn kjarnorkusamningnum þrýsti fjármálaráðherra Bandaríkjanna á annað bann og þá voru nokkrum írönskum bönkum meinaður aðgangur að SWIFT.

Er bann á notkun SWIFT trúverðug ógn?

„Kostir og gallar banns eru umdeilanlegir,“ segir Guntram Wolff sem stýrir hugveitu í Brussel. Það þýðir að rússneskir bankar geta ekki notað SWIFT-kerfið til að eiga samskipti við erlendar fjármálastofnanir vegna viðskipta.

„Það yrði mikill höfuðverkur í allri starfsemi Evrópulanda sem eiga mikil viðskipti við Rússa, ekki síst á jarðgasi,“ bætir hann við.

Árið 2014 þegar Rússar tóku Krímskagann með valdi var þeim hótað banni að aðgangi SWIFT-kerfisins, en þá var hætt við það á þeim forsendum að það gæti bara styrkt þá í því að hanna betur sitt eigið kerfi, og hugsanlega fara að nota það með Kína.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK