Eggert Skúlason
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair fyrir norðan, er sannfærður um að félagið mæti samkeppni frá erlendum flugrekendum á næstu tólf mánuðum. Hann segir félög á borð við Easy Jet hafa verið að skoða norðlenska markaðinn, áður en faraldurinn skall á, og býst fastlega við að fleiri félög fari að fljúga til Akureyrar að utan.
Mikil og vannýtt tækifæri séu til staðar í flugrekstri fyrir norðan og ekki síst í fraktflutningum. Hann bendir á allan þann fjölda flutningabíla sem keyri með fisk að norðan til Keflavíkur á hverjum degi.
Þorvaldur Lúðvík er gestur Dagmála í dag og ræðir þar meðal annars áform Niceair, „stórfurðulega“ leyfismálið í Bretlandi, ásamt orkuskiptum í flugi og fjölmargt annað.
Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum.