Fyrir níu dögum síðan var lokað á aðgang Haralds Þorleifssonar í vinnutölvu hans hjá Twitter. Starfsmannastjóri fyrirtækisins getur ekki staðfest hvort Haraldur sé enn í vinnu hjá samfélagsmiðlinum.
Þetta kemur fram í tísti frá Haraldi þar sem hann byrjar á orðunum „Kæri Elon Musk“. Hann segir að á sama tíma og hafi verið lokað á aðgang hans hafi um 200 aðrir starfsmenn Twitter orðið fyrir því sama.
Haraldur biðlar til starfsmannastjórans í tísti sínu og segir hann ekki hafa svarað tölvupóstum sínum en kannski muni hann svara ef að nógu margir deili tístinu.
Dear @elonmusk 👋
— Halli (@iamharaldur) March 6, 2023
9 days ago the access to my work computer was cut, along with about 200 other Twitter employees.
However your head of HR is not able to confirm if I am an employee or not. You've not answered my emails.
Maybe if enough people retweet you'll answer me here?