Fjöldi fylgjenda hefur þrefaldast

Fylgjendum Haralads hefur fjölgað um 140 þúsund á síðustu dögum.
Fylgjendum Haralads hefur fjölgað um 140 þúsund á síðustu dögum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fylgj­end­um  Har­alds Þor­leifs­son­ar, frum­kvöðuls og hönnuðar, hef­ur fjölgað til muna á síðustu dög­um á Twitter eða um 150 þúsund.

Fylgj­end­ur Har­alds voru um 60 þúsund á mánu­dag­inn en eft­ir orðaskipti hans við Elon Musk, for­stjóra Twitter, á síðustu dög­um á for­rit­inu eru fylgj­end­ur hans orðnir rúm­lega 210 þúsund. Hef­ur fjöldi fylgj­enda því meira en þre­fald­ast á ör­fá­um dög­um.

Musk bað Har­ald af­sök­un­ar

Eins og áður hef­ur verið greint frá hafa Har­ald­ur og Musk staðið í deil­um á Twitter síðustu daga sem hóf­ust með því að Har­ald­ur leitaði svara frá Twitter um hvort að hon­um hafði verið sagt upp hjá fyr­ir­tæk­inu eða ekki. Musk svaraði þá Har­aldi og hélt því meðal ann­ars fram að Har­ald­ur hefði lítið sem ekk­ert unnið hjá fyr­ir­tæk­inu.

Sam­skipti þeirra á Twitter enduðu þó á því að Musk bað Har­ald af­sök­un­ar og sagði að Har­ald­ur væri að íhuga að starfa áfram hjá sam­fé­lags­miðlin­um.

Fylgj­end­um Har­alds fjölg­ar enn og sem dæmi hef­ur fylgj­end­um hans fjölgað um nokk­ur hundruð á meðan þessi frétt var skrifuð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK