Musk biður Harald afsökunar

Elon Musk og Haraldur Þorleifsson.
Elon Musk og Haraldur Þorleifsson. Samsett mynd

Elon Musk, eig­andi Twitter, hef­ur beðið Har­ald Þor­leifs­son af­sök­un­ar, en þeir munu hafa ræðst við fyrr í kvöld. 

Seg­ir Musk í svari við tísti frá Daniel Houg­ht­on, fyrr­ver­andi sam­starfs­manni Har­ald­ar, að hann hafi átt myndsím­tal við Har­ald í kvöld til að kom­ast að því hvað væri rétt og hvað rangt af því sem sér hefði verið sagt um vinnu­fram­lag Har­ald­ar hjá Twitter.

Seg­ir Musk það vera langa sögu og að betra sé að tala við fólk en að tjá sig í gegn­um tíst. 

„Ég vil biðja Halla af­sök­un­ar á mis­skiln­ingi mín­um á aðstæðum hans. Hann var byggður á hlut­um sem mér höfðu verið sagðir, sem reynd­ust ekki vera sann­ir, eða í sum­um til­fell­um sann­ir en skiptu ekki máli,“ seg­ir Musk og bæt­ir við að Har­ald­ur sé að íhuga að vera áfram hjá Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK