Musk biður Harald afsökunar

Elon Musk og Haraldur Þorleifsson.
Elon Musk og Haraldur Þorleifsson. Samsett mynd

Elon Musk, eigandi Twitter, hefur beðið Harald Þorleifsson afsökunar, en þeir munu hafa ræðst við fyrr í kvöld. 

Segir Musk í svari við tísti frá Daniel Houghton, fyrrverandi samstarfsmanni Haraldar, að hann hafi átt myndsímtal við Harald í kvöld til að komast að því hvað væri rétt og hvað rangt af því sem sér hefði verið sagt um vinnuframlag Haraldar hjá Twitter.

Segir Musk það vera langa sögu og að betra sé að tala við fólk en að tjá sig í gegnum tíst. 

„Ég vil biðja Halla afsökunar á misskilningi mínum á aðstæðum hans. Hann var byggður á hlutum sem mér höfðu verið sagðir, sem reyndust ekki vera sannir, eða í sumum tilfellum sannir en skiptu ekki máli,“ segir Musk og bætir við að Haraldur sé að íhuga að vera áfram hjá Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK