Vilja 85 milljarða frá Meta

Meta er sagt hafa brotið persónuverndarreglur Evrópusambandsins.
Meta er sagt hafa brotið persónuverndarreglur Evrópusambandsins. AFP

Yfir 80 spænsk­ir fjöl­miðlar hafa sam­ein­ast um að stefna Meta, móður­fé­lagi In­sta­gram, fyr­ir að hafa brotið per­sónu­vernd­ar­regl­ur Evr­ópu­sam­bands­ins. Bótakraf­an sam­kvæmt stefn­unni er að fjár­hæð 550 millj­ón­ir evra sem jafn­gild­ir rúm­um 85 millj­örðum króna.

Meta, sem einnig er móður­fé­lag face­book og What­sApp, safn­ar per­sónu­upp­lýs­ing­um og sel­ur þær áfram til aug­lý­senda. Fyr­ir­tækið hef­ur lengi reynt að rétt­læta starfs­hætti sína en án ár­ang­urs.

Skap­ar órétt­láta sam­keppn­is­stöðu

Sam­tök spænskra fréttamiðla sagði að kerf­is­bund­in notk­un Meta á per­sónu­upp­lýs­ing­um frá not­end­um brjóti í bága við regl­ur Evr­ópu­sam­bands­ins sem snúa að því að fyr­ir­tæki skuli fá samþykki not­enda til notk­un­ar per­sónu­upp­lýs­inga þeirra í markaðsleg­um til­gangi.

Þess­ir starfs­hætt­ir skapi órétt­láta sam­keppn­is­stöðu á aug­lýs­inga­markaði

Meta hef­ur skapað sér markaðsráðandi stöðu á aug­lýs­inga­markaði með því að skeyta ekki um per­sónu­vernd­ar­regl­ur, þannig hef­ur fyr­ir­tækið valdið aug­ljós­um skaða á spænsk­um fjöl­miðlum að því marki að vega að sjálf­bærni þeirra. Þetta er haft eft­ir Jose Jole, for­seta Sam­taka spænskra fréttamiðla, í yf­ir­lýs­ingu. 

Spænsku fréttamiðlarn­ir krefjast bóta sam­kvæmt stefn­unni að fjár­hæð 550 millj­ón­ir evra sem jafn­gild­ir rúm­um 85 millj­örðum króna.

Kvört­un lögð fram vegna áskrift­ar­leiðar

Frétta­stof­an AFP hafði sam­band við Meta um um­mæli en fyr­ir­tækið hef­ur ekki svarað fyr­ir­spurn frétta­stof­unn­ar.

Meta hóf í nóv­em­ber að bjóða áskrift­ar­leið á bæði In­sta­gram og face­book sem fyr­ir­tækið seg­ir að mæti regl­um Evr­ópu­sam­bands­ins. Þannig geti not­end­ur borgað fyr­ir aðgang sem birt­ir ekki aug­lýs­ing­ar.

Aust­ur­rísk­ur hóp­ur sta­f­rænna rétt­hafa hef­ur lagt fram kvört­un vegna áskrift­ar­leiðar­inn­ar hjá eft­ir­litsaðila þar í landi. Hóp­ur­inn seg­ir að áskrift­ar­leiðin miði að því að gjald sé greitt til að tryggja friðhelgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK