Pistlar:

3. desember 2024 kl. 15:34

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Arfleifð Pírata - upphafið

„Þegar Píratar komu fyrst fram á sjónarsviðið var hlegið að hugmyndum okkar um gagnsæi, skaðaminnkun, beint lýðræði og afglæpavæðingu þar sem þær þóttu allar með tölu fráleitar og fáránlegar en nú þykja þetta sjálfsögð stefnumál,“ skrifaði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir í síðasta pistli sínum fyrir kosningar. Þetta endurtók hún þegar kosningaúrslitin lágu fyrir en hún sagði að Píratar hefðu borið þessi hugtök; gagnsæi, skaðaminnkun, beint lýðræði og afglæpavæðingu inn í íslenska stjórnmálaumræðu. Það sé arfleifðin, ef svo má segja, nú þegar flokkurinn er dottinn út af þingi. Nú má deila um hvort þessi hugtök hafi verið með öllu ókunnug í íslenskri stjórnmálaumræðu en vissulega voru Píratar um margt óvenjuleg pólitísk hreyfing. Það er ekki víst að aðrir stjórnmálaflokkar gráti fall Pírata.

Áherslur og vinnubrögð þeirra voru ekki til þess fallin að afla vinsælda hjá öðrum stjórnmálamönnum. Þingmenn flokksins voru svolítið eins og klöguskjóðan á skólalóðinni, tilbúnir að hlaupa til skólastjórans ef svo bar undir. Svo virðist sem að þegar Píratar horfðu á samferðamenn sína í þingsalnum virtust þeir líta svo á að þeir væru allir sekir um spillingu og sérgæsku. Hlutverk Pírata væri að afhjúpa það. Um leið voru þeir alveg tilbúnir að kasta venjum Alþingis fyrir róða, gengu um á sokkaleistunum og héldu uppi málþófi eða kepptust um að vera ræðukóngar Alþingis.

En það hafði afleiðingar að sætta sig ekki við hefðir og viðmið sem ætlað er að styðja við eðlileg samskipti á stað sem alla jafna byggist á átökum. Alþingi Íslendinga er eins og önnur þing pólitískur átakastaður og hefðir og venjur eru í raun til að skapa vinnufrið í umhverfi sem eðli málsins samkvæmt sækir annað. Að endingu ýttu Píratar fremur undir einhverskonar átakastjórnmál sem byggjast á sleggjudómum og stundum hálfgerðum dónaskap. Það sást glöggt þegar þeir stilltu sér upp við ræðustól Alþingis með áróðurshatta sína eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Fáheyrð framkoma.aapiratar

Pólitískt nef Birgittu

Píratar buðu fyrst fram til Alþingis í kosningunum 2013, þá undir forystu Birgittu Jónsdóttur sem hafði sagt skilið við Borgarahreyfinguna, síðar Hreyfinguna. Birgitta hafði pólitískt nef og þessi illa skilgreinda hreyfing var um líkt leyti að ryðja sér til rúms erlendis og Píratar fengu 5,1% atkvæða og þrjá menn kjörna. Lengst af hafa það verið Ísland og Þýskaland sem hafa helst sýnt áhuga fyrir pólitísku óreiðuafli eins og Pírötum.

Með Birgittu settust þeir Helgi Hrafn Gunnarsson og Jón Þór Ólafsson á þing. Enginn efaðist um að Birgitta var á vinstri væng stjórnmálanna en þeir Helgi Hrafn og Jón Þór rugluðu myndina, ummæli þeirra minntu á frjálshyggjumenn á köflum. „Frjáls­hyggju­menn eru vel­komn­ir í Pírata, all­ir eru vel­komn­ir í Pírata hvort sem þeir kalla sig frjáls­hyggju­menn eða ekki, hvort sem þeir kalla sig femín­ista eða ekki. Það eina sem þeir þurfa að eiga sam­eig­in­legt er að aðhyll­ast grunn­stefnu Pírata,“ sagði Helgi Hrafn á Alþingi í upphafi árs 2016 við fyr­ir­spurn frá El­ínu Hirst, þing­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins. Hann sat á þingi á árunum 2013 til 2016 og aftur frá 2017 til 2021.

Þegar Helgi hætti tók systir hans, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, við en hún fór ekki í ræðustól án þess að taka sér orðið mannréttindi í munn. Hún ákvað að bjóða sig ekki fram til þings nú en á kjörtímabilinu komst hún í fréttirnar vegna atviks á skemmtistaðnum Kíkí, atvik sem Píratar sjálfir hefðu vel getað hugsað sér að gera sér mat úr ef annar hefði átt í hlut. Hér var í pistli fjallað um það mál í pólitísku samhengi.Skjámynd 2023-11-29 100347

Froskurinn og sporðdrekinn

Þessi pólitík Pírata gekk ekki upp til lengdar, að hver og einn fengi að hafa sína skoðun, og eftir því sem leið á urðu vinstri áherslur flokksins augljósari. Grunnstefnan var enda dálítið á reiki og þegar kom að þeim möguleika að Píratar tækju þátt í stjórnarmyndunarviðræðum viðurkenndu talsmenn annarra flokka að það væri fremur til málamynda en af sannfæringu.

Áhöld voru um hvort Píratar væru yfirhöfuð stjórntækir og rifjuðu menn gjarnan upp söguna af frosknum og sporðdrekanum við slík tilefni. Hún er svona: Einu sinni var froskur sem var á leið yfir á. Áður en hann lagði af stað kom til hans sporðdreki sem bað froskinn um að ferja sig yfir ána. Frosknum leist ekki vel á það enda hræddur um að sporðdrekinn myndi stinga hann á leiðinni. Sporðdrekinn sagði það af og frá, froskurinn væri honum mikilvægur og ef hann myndi stinga hann þá dræpust þeir báðir. Froskurinn tók þeim rökum og lagði af stað með sporðdrekann á bakinu. Á miðri leið yfir ánna stakk sporðdrekinn froskinn dauðastungu. Í andarslitrunum spurði froskurinn sporðdrekann af hverju hann hefði gert þetta. Sporðdrekinn svaraði: „Af því að ég er sporðdreki, að stinga er mitt eðli.“aapiratar

Metvinnsældir en innanmein

Framan af nutu Píratar mikils fylgis í skoðanakönnunum. Í könnun MMR í apríl 2015 fengu þeir 32% og mældust þá stærsti flokkur landsins. Í apríl 2016 höfðu Píratar mælst stærsti flokkurinn í ár og alltaf yfir 30 prósentum. Þeir náðu metfylgi, 43% í könnun eftir umræðu um Panamaskjölin og stjórnarkreppuna sem því fylgdi. Eftir því sem meira var talað um spillingu, því meiri urðu vinsældir Pírata.

Píratar lögðu upp með einhvers konar útskiptireglu sem átti að fela í sér að enginn sæti lengur en tvö kjörtímabil á þingi. Þessi regla gat virkað traustvekjandi gagnvart þeim sem tortryggðu allt vald og hefðir en þessi stefna leiddi einnig af sér ringulreið og tók í burtu þekkingu þeirra sem fyrir voru.

Á sama tíma voru innanmein að hrjá flokkinn. Segja má að innra starf Pírata og höfnun þeirra á einhvers konar skipuriti eða stjórnun hafi reynst þeim erfið. Raunveruleikinn getur leikið anarkista grátt. Í tilkynningu sem þingflokkurinn sendi frá sér í byrjun árs 2016 sagði að álag á fáa kjörna fulltrúa Pírata hafi margfaldast á sama tíma og fylgi þeirra hafi aukist ört. Því hafi verið gripið til þess ráðs að fá aðstoð vinnustaðasálfræðings til að vinna úr samstarfsörðugleikum þingmanna Pírata. Auðvitað er rétt að leita aðstoðar þegar á bjátar en pólitískum andstæðingum fannst eins og vænisýkin hitti þá fyrir sjálfa.

Þetta ástand hélt hins vegar áfram að grassera innan flokksins. Meðvirkni með einelt­is­hrott­um og aðför gegn fólki inn­an flokks­ins er meðal þess sem hef­ur átt sér stað inn­an flokks­starfs Pírata, sagði í frétt Morgunblaðsins árið 2018 og voru þau Rann­veig Ernu­dóttir, vara­borg­ar­full­trúi Pírata, og Atli Þór Fann­dal, blaðamaður og fyrr­ver­andi póli­tískur ráðgjafi Pírata, borin fyrir þessa óvenjulegu lýsingu. Atli Þór átti eftir að verða í miðju átaka innan Pírataflokksins síðar. „Og það er löngum illa þokkað í þessum afbrýðissama heimi að segja þann sannleika um sjálfan sig, sem er manni til sóma,“ skrifaði meistari Þórbergur í Bréfi til Láru. Sannleikurinn um Pírata var þeim erfiður og núna þegar þessi útgáfa af endalokunum blasir við áréttar Hall­dór Auðar Svans­son, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Pírata, að niðurstaða þing­kosn­ing­anna, þar sem sex manna þing­flokk­ur Pírata féll af þingi, end­ur­spegli laskað innra starf flokks­ins.

Einhvern tímann stjórntækir?

En hafi menn haft efasemdir um hvort að Píratar væru stjórntækir þá verður að hafa í huga að þeir fengu fulltrúa í Reykjavík sem gekk inn í meirihluta Dags B. Eggertssonar sem varð að endurnýja eftir allar kosningar. Einnig áttu þeir fulltrúa í bæjarstjórnum Árborgar og Kópavogs.

Í Reykjavík birtist átakasækni Pírata, svo mjög að þeir þreyttu meira að segja sjálfa sig. Þannig fannst sumum að Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarstjórnarfulltrúi Pírata, hefði náð nýjum lægðum í umræðu um fjármál borgarinnar í maí 2021 þar sem hún eyddi nánast öllum ræðutíma sínum í að hella úr skálum reiði sinnar yfir Sjálfstæðisflokkinn sem hún sagði óábyrgan og skaðlegan, þröngsýnan og gamaldags. Svo bætti hún um betur og fullyrti: „Sjálfstæðisflokkurinn er í raun kýli á samfélaginu. Hann er hreint og beint hættulegur samfélaginu.“ Allt ætlaði um koll að keyra við ræðu borgarfulltrúa Pírata.


Meira síðar!

mynd
30. nóvember 2024

Óþarfi Íslendingurinn og gerendur sögunnar

Ein af mörgum aðferðum til að greina kosningabaráttu hvers tíma getur falist í að horfa til framtíðar með fortíðina í farteskinu. Allir stjórnmálaflokkar reyna að sannfæra kjósendur sína um að þeir hafi betri og skynsamlegri lausnir á því sem bíður okkar næstu vikur, mánuði og ár. Um leið eru stjórnmálaflokkarnir að nokkru leyti bundnir af arfleifð þjóðarinnar hvort sem hún birtist í menningu eða meira
mynd
27. nóvember 2024

ESB og stefnumót við óvissuna

Það er hugsanlega eitt af undrum kosningabaráttunnar að þeir tveir flokkar sem hafa aðild að Evrópusambandinu í stefnu sinni tala einna minnst um hana. Getur verið að þeir hafi misst trúna á þessu baráttumáli sínu eða telja þeir einfaldlega að Evrópusambandið sé ekki góð söluvara núna nokkrum dögum fyrir kosningar? Hugsanlega er það reyndin og segja má að fylgi Samfylkingarinnar hafi tekið að meira
mynd
26. nóvember 2024

Börn og brotamenn í hælisleitendakerfinu

Einhver mesta breyting sem hefur orðið á íslensku samfélagi síðustu tvo áratugi er annars vegar fjölgun fólks af erlendum uppruna hér á landi og síðan gríðarleg ásókn hælisleitenda inn í landið. Eðlilega hefur þetta komið róti á marga og haft áhrif á þjóðmálaumræðuna. Lengi vel voru þessi mál hálfgert tabú og margir sjálfskipaðir umræðustjórar landsins reyndu að fela tölfræði og upplýsingar á bak meira
mynd
25. nóvember 2024

Auðlegðarskattur kostaði norska ríkið mikla fjármuni

Árið 2022 hækkaði norska ríkisstjórnin auðlegðarskatt upp í 1,1% og birti um leið áætlanir um að hann myndi skila sem svaraði 146 milljónum dollara í viðbótarskatttekjur. Reyndin var sú að einstaklingar sem áttu eignir upp á nettóvirði um 54 milljarða dala tóku sig upp og fluttu fóru úr landi. Það leiddi til 594 milljóna tapaðra skatttekna. Raunlækkun nam því 448 milljónum dala. Stjórnarskipti meira
mynd
22. nóvember 2024

Erfitt að breyta stjórnarskránni - einfallt að breyta þjóðinni

Stjórnarskrá hefur að geyma helstu meginreglur um stjórnskipulag viðkomandi ríkis. Þar er að jafnaði að finna ákvæði um meðferð ríkisvalds, hlutverk helstu handhafa þess og samspil þeirra á milli, auk ákvæða um ýmis grundvallarréttindi borgaranna í samskiptum við ríkisvaldið og hömlur sem lagðar eru við því að á þessi réttindi sé gengið. Stjórnarskráin er því grunnrit og nokkurskonar sáttmáli meira
mynd
20. nóvember 2024

Ólafur Ragnar afhjúpar vanhæfi Jóhönnu-stjórnarinnar

Stundum mætti halda að það eina sem ekki hefur afleiðingar í íslenskum stjórnmálum sé vanhæfni. Í stuttu máli má segja að það að taka ákvörðun sem kostar skattgreiðendur 100 milljarða hafi minni afleiðingar en að skila inn röngum reikningi upp á 10 þúsund krónur. Þetta kemur upp í hugann þegar ný bók eftir fyrrverandi forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, er lesin en hún fjallar að stærstum hluta meira
mynd
17. nóvember 2024

Pólitísk saga í aðdraganda kosninga

Fyrir mörgum vefst að greina íslensk stjórnmál nú í aðdraganda alþingiskosninga. Eftir bankahrunið hefur það gerst að fjórflokkurinn gamli hefur misst stöðu sína og nú eru 10 til 12 framboð fyrir hverjar kosningar. Það leiðir af sjálfu sér að mörkin á milli flokkanna verða óskýrari eftir því sem þeim fjölgar og stundum virðast stjórnmálafræðingar nútímans standa heldur skýringarlitlir gagnvart meira
mynd
13. nóvember 2024

Kosning Trumps: Fremur óvissa en áframhald

Bandaríski rithöfundurinn og fræðimaðurinn Francis Fukuyama segir að gríðarsterkur sigur Donalds Trump og Repúblikanaflokksins í síðustu viku muni leiða til mikilla breytinga á mikilvægum málaflokkum, allt frá innflytjendamálum til stríðsins í Úkraínu. Hann segir að þó að mikilvægi kosninganna nái langt út fyrir þessi tilteknu málefni. Niðurstaðan tákni í raun afgerandi höfnun bandarískra kjósenda meira
mynd
11. nóvember 2024

Íslensk fiskihagfræði í fremstu röð

Í síðustu viku var gefin út bókin Fish, Wealth, and Welfare (Fiskur, fé og farsæld) eftir Ragnar Árnason, prófessor emeritus í fiskihagfræði við Háskóla Íslands. Í tilefni útgáfunnar héldu hagfræðideild Háskóla Íslands og RSE, Rannsóknamiðstöð í samfélags- og efnahagsmálum, alþjóðlega ráðstefnu um fiskihagfræði í hátíðarsal Háskóla Íslands. Bókin hefur að geyma tíu merkustu ritgerðir Ragnars á meira
mynd
8. nóvember 2024

Er Donald Trump misskilinn umbótamaður?

Hlutabréf víða um heim tóku kipp í gær í kjölfar methækkunar bandarískra hlutabréfa, eftir að kjör Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna. Það varð meira að segja 3% hækkun á bréfum kínverskra stórfyrirtækja. Af þessu má ráða að fjárfestar eru bjartsýnir á að Trump vilji örva markaði fremur en að hækka tolla þó að hann hafi sannarlega nefnt það, kalli bandarískir hagsmunir á slíkt. Engum dylst að meira
mynd
7. nóvember 2024

Donald Trump með pálmann í hendinni

Donald Trump hefur verið kosinn forseti Bandaríkjanna, sá 47. í röðinni. Sigur hans er mjög afgerandi, hann fær bæði fleiri kjörmenn og einnig hlaut hann fleiri atkvæði á landsvísu (popular vote) en keppnauturinn. Fyrstur repúblikana til að gera það síðan 2004. Sigur hans er einstakur, segir Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra og undir það skal tekið. Fyrir suma kom þessi sigur á óvart meira
mynd
5. nóvember 2024

Skilvirkni hlutabréfamarkaða - japanska sagan

Öflugur hlutabréfamarkaður er oftast talinn til vitnis um sterkt hagkerfi sem byggir á góðri löggjöf, hefur sterkt regluverk og býr yfir pólitískum fyrirsjáanleika. Það sjá allir að til lítils er að bjóða hlutabréf til sölu þar sem ríkir pólitísk óvissa og eignarrétturinn stendur höllum fæti. En um leið er vandasamt að skapa nauðsynlegt traust og jafnvægi í kringum hlutabréfamarkaðinn og enn sem meira
mynd
3. nóvember 2024

Bubbi, þorpið og réttu fiskarnir

Á forsíðu nýs Sportveiðiblaðs eru feðgarnir Bubbi Morthens og Brynjar Úlfur Morthens en í viðtali í blaðinu ræða þeir veiðiferð sína í Laxá í Aðaldal sem er ein dýrasta veiðiá landsins. Gera má ráð fyrir að dagurinn kosti þá feðga 300 til 400 þúsund krónur. Þeir tala um að þarna muni þeir veiða um ókomna framtíð. Þetta virðist ánægjulegt og öfundsvert líf og ekki spillir að Bubbi lætur mynda sig í meira
mynd
31. október 2024

Jafnaðarmenn allra landa og skattahækkanir

Þó að heiti flokkanna séu ólík þá er mörgum vinstri mönnum í Evrópu tamt að tala um sjálfa sig sem jafnaðarmenn og undir þeim merkjum klappa þeir hvor öðrum á bakið þegar vel gengur. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, fagnaði innilega kosningasigri Verkamannaflokksins í Bretlandi með formanni flokksins, Sir Keir Starmer. Kristrún dvaldist með föruneyti sínu í herbúðum meira
mynd
30. október 2024

Hagkerfið kólnar og bréfin hækka

Einstaka sinnum kemur hlutabréfamarkaðurinn skemmtilega á óvart. Það sést best af því að þar hafa verið allnokkrar hækkanir undanfarið þrátt fyrir að margt bendi til þess að ástandið í hagkerfinu sé heldur að versna. Við sjáum vaxandi atvinnuleysi, óvissu með loðnuvertíð, jafnvel lækkun á eignaverði og almennt vaxandi óvissu. Allt þetta gæti þó haft í för með sér rækilega vaxtalækkun þegar meira
mynd
28. október 2024

Lægri fæðingartíðni lækkar mannfjöldaspár

Verulegar lýðfræðilegar breytingar eru í gangi víða um heim og fæðingartíðni heldur áfram að vera undir því sem mannfjöldaspár sögðu til um. Meira en helmingur hagkerfa heimsins, þar sem búa tveir þriðju hlutar jarðarbúa, er nú með frjósemi undir 2,1 barni á konu en það er sú tala sem þarf til að viðhalda mannfjölda. Án aðgerða mun meðalaldur landanna verða hærri og hærri og íbúum þeirra svo fækka meira
mynd
25. október 2024

Söngvar til sársaukans eða hnípin þjóð í vanda

Fyrir stuttu kom út ný ljóðabók eftir Valdimar Tómasson sem ber heitið Söngvar til sársaukans. Valdimar var í viðtali við helgarblað Morgunblaðsins þar sem rætt var um ljóðabókina. Þar sagði Valdimar: „Þetta er ljóðaflokkur þar sem fjallað er um þann tilvistarlega og tilfinningalega sársauka sem nútímamaðurinn virðist lifa við. Maður opnar varla fjölmiðil eða útvarp án þess að þar séu meira
mynd
23. október 2024

Sósíalistar í útgerð

Það fer ekki framhjá neinum að það eru kosningar framundan og frambjóðendur eru farnir að leggja stefnu sína og sýn á þjóðfélagið fyrir kjósendur. Sósíalistaflokkur Íslands býður nú fram í annað sinn á landsvísu og virðist ætla að taka við af Vinstri hreyfingunni – grænu framboði (VG) sem forystuafl þess sem stundum er kallað „vilta vinstrið“ og túlkar ýtrustu sýn og meira
mynd
18. október 2024

Um hvað snýst kosningabaráttan?

Kosningar hellast yfir landsmenn með skömmum fyrirvara en kosið verður eftir 43 daga. Þriggja flokka stjórn hverfur af vettvangi og fátt bendir til annars en að stjórnarmyndun verði flókin eftir kosningar og ný ríkisstjórn krefjist aðkomu að minnsta kosti þriggja flokka. Hugsanlega er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árið 2013 síðasta tveggja flokka stjórn landsins, þó auðvitað sé meira