Eftir hrun hefur leigumarkaðurinn stækkað töluvert mikið. Verðið hefur hækkað og nýlega fóru félög að kaupa upp mikið magn fasteigna með það að markmiði að fara út á leigumarkaðinn fyrir einstaklingsíbúðir. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir þetta vera þroskamerki á leigumarkaðinum. Meira
Yngsta kynslóðin sem kaupir sína fyrstu íbúð er alveg úti úr myndinni á fasteignamarkaðinum í dag og nauðsynlegt er að koma þeim til aðstoðar, bæði með auknu framboði af hentugu húsnæði og jafnvel aðstoð vegna slæmrar eiginfjárstöðu. Þetta segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Meira
Greiðslulausnafyrirtækið Valitor mun flytja höfuðstöðvar sínar frá Reykjavík til Hafnarfjarðar í haust. Valitor og Reitir fasteignafélag hafa í þessu skyni undirritað langtíma leigusamning um rúmlega 3.500 fm húsnæði við Dalshraun 3 í Hafnarfirði. Meira
Kristján L. Möller samgönguráðherra segist í samtali við mbl.is vera mjög ánægður með frestun byggingarreglugerðarinnar, en málið hefur verið mjög umdeilt síðustu misseri. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, tekur undir með Kristjáni, en báðir leggja áherslu á að næstu mánuðir verði nýttir vel. Meira
Fermetraverð í fjölbýli hefur lækkað um 2 til 16% á höfuðborgarsvæðinu síðan 2008, en mest lækkun er í Víkur- og Hólahverfi. Miðbærinn er ekki lengur dýrastur, heldur er Haga- og Melahverfið dýrast, auk þess sem verð í Sjálandi í Garðabæ og á Seltjarnarnesi er einnig hærra en í miðbænum. Meira
Viðskipti á íbúðarhúsnæði eru ennþá að mestu milli einstaklinga og sveiflur í kaupum og sölum fyrirtækja á íbúðarhúsnæði hafa ekki verið miklar síðustu 6 árin. Nokkur umræða hefur verið upp á síðkastið þess efnis að fasteignasjóðir séu að kaupa upp mikið af eignum. Meira