Kauphöllin afgreiddi í fyrra 69 mál vegna gruns um brot á reglum um upplýsingagjöf félaga eða sem lutu að viðskiptum með verðbréf. Af málunum 69 voru 21 mál vísað áfram til Fjármálaeftirlitsins til frekari skoðun. Meira
Mjög lífleg hefur verið á hlutabréfamarkaði nú í ársbyrjun og hefur Úrvalsvísitalan OMXI6 hækkað um 7,3% það sem af er árinu, en til samanburðar hækkaði vísitalan um rúmlega 16% allt árið í fyrra. Meira
Hlutabréf í Fjarskiptum hf., móðurfélagi Vodafone, hækkuðu um 2,2% á sínum fyrsta degi á markaði í Kauphöllinni. Var lokagengi bréfanna í dag 32,2 krónur á hlut, en gengi þeirra var 31,5 krónur á hlut í tvöföldu útboði félagsins í kringum síðustu mánaðarmót. Meira
Á laugardaginn voru 20 ár síðan HB Grandi var fyrst skráð í Kauphöllina, en það var 15. desember árið 1992. Í tilefni af því var fulltrúum fyrirtækisins boðið í heimsókn hjá Kauphöllinni þar sem Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar og Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sögðu nokkur orð. Meira
Viðskipti með bréf Eimskips hófust í Kauphöllinni í dag og hafa bréf félagsins hækkað um 8% frá því í útboðinu þar sem verð var 208 krónur á hlut. Viðskipti með bréfin hafa verið um 270 milljónir það sem af er degi, en gengi þeirra stendur nú í 224,5 krónum á hlut. Meira
Skráðum hlutafélögum í Kauphöllinni mun fjölga um helming á næstu átján mánuðum að mati greiningardeildar Íslandsbanka. Gerir hún ráð fyrir að Reitir, TM, N1 og Advania muni öll huga að skráningu á næsta ári, þótt enn sé óvissa um undirbúninginn. Meira
Heildarviðskipti með hlutabréf í september námu rúmlega 5 milljörðum, eða 251 milljón á dag, samanborið við 4,4 milljarða í ágúst. Mest viðskipti voru með bréf Haga upp á tæplega 1,7 milljarða, en þar á eftir voru Marel og Icelandair sem veltu um 1,1 milljarði. Meira
Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 hafa fært alla hluti sína í Icelandair Group hf. á einstaka deildir að því er fram kemur í flöggun til Kauphallarinnar. Heildareign sjóðanna er samtals 439.640.964 hlutir sem eru 8,79% af atkvæðum. Meira
Reginn hækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í viðskiptum í dag, en bréf fyrirtækisins fóru upp um 0,86% og standa nú í 9,43 stigum. Meira
Í síðustu viku lækkaði úrvalsvísitalan um 0,5% og fór hún samtals niður um 1% í ágúst. Í morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að þetta sé fjórði mánuðurinn í röð þar sem vísitalan lækkar. Meira
Hlutabréfamarkaðurinn hérlendis gagnast ekki íslenskum fyrirtækjum þar sem kostnaður og regluverk er of mikið til að lítil og miðlungsstór fyrirtæki fari á markað og verði mögulegur fjárfestingakostur. Meira