Viðræðum um vopnahlé lokið í bili

Leiðtogi Hamas, Ismail Haniyeh. Sendinefnd Hamas hyggst hefja viðræður um …
Leiðtogi Hamas, Ismail Haniyeh. Sendinefnd Hamas hyggst hefja viðræður um vopnahlé að nýju á þriðjudaginn. AFP

Sendinefnd Hamas hefur yfirgefið Kaíró í Egyptlandi en í dag fóru þar fram viðræður um vopnahlé milli hryðjuverkasamtakanna og Ísraels.

Viðræðunum verður fram haldið á þriðjudaginn. 

Munu ræða innbyrðis

Nefndin er sögð hafa haldið til Doha, höfuðborgar Katar, þar sem hún mun ræða innbyrðis og leita ráða um áframhald viðræðnanna.

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafnaði tillögum Hamas um vopnahlé fyrr í dag og sagði tillögurnar fela í sér stórsigur fyrir hryðjuverkasamtökin, Íran og allt hið illa yrðu þær samþykktar.

Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, sagði Netanjahú vera að spilla fyrir þeim sem reyndu að koma á vopnahléi.

Þá lokaði Ísraelsher Kerem Shalom-landamærunum fyrr í dag eftir að tíu eldflaugum var skotið að svæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert