Arnar Þór steig á svið sex ára gamall

Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi.
Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í tilefni komandi forsetakosninga ákvað Smartland að skyggnast á bak við tjöldin og spyrja forsetaframbjóðendur spjörunum úr. Forvitnast um það sem fáir vita en allir ættu hins vegar að vita.

Fimm spurningar fyrir forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson

Fyrsti kossinn?

„Ég geri fastlega ráð fyrir að hann hafi verið frá Ásdísi, móður minni, þegar ég fæddist í þennan heim.“

Hvaða plaköt prýddu veggi herbergis þíns á unglingsárunum?

Myndir úr ensku fótboltablöðunum, Shoot og Match, en þar var hægt að klippa út heilsíður með stórstjörnum þess tíma.“

Fyrstu tónleikarnir?

„Þegar ég spilaði á blokkflautu í Tónlistarskóla Kópavogs, sex ára gamall.“

Uppáhaldsárstíð?

„Vorið, sem veitir alltaf nýja von og endurnýjaðan þrótt, þegar allt lifnar við og náttúran skartar björtustu litum sínum.“

Botnaðu setninguna: Minn forseti er... :

„Minn forseti er gæslumaður stjórnarskrárinnar og lýðræðisins, en umfram allt varðmaður um hagsmuni íslensku þjóðarinnar. Sem eini þjóðkjörni fulltrúi þjóðarinnar er hann þjónn almennings og á að veita þjónandi forystu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál