Landsliðskonan unga á slysadeild

Jana Falsdóttir fékk þungt höfuðhögg.
Jana Falsdóttir fékk þungt höfuðhögg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleikskonan Jana Falsdóttir, 18 ára leikmaður Njarðvíkur og íslenska landsliðsins, fékk þungt höfuðhögg í fyrri hálfleik í leik Njarðvíkur og Grindavíkur í undanúrslitum Íslandsmótsins í kvöld.

Eftir aðhlynningu hjá sjúkrateymi Njarðvíkur var hún flutt á slysadeild í skoðun. Jana steinlá á vellinum eftir árekstur við hina dönsku Söruh Mortensen og gekk svo vönkuð af velli.

Virtist Jana fá mjöðmina á dönsku landsliðskonunni af miklu afli í höfuðið. Blæddi úr eyranu á íslensku landsliðskonunni ungu og þá var hún einnig bólgin.  

Njarðvík vann leikinn 83:79 og er með 1:0-forystu í einvíginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert