Fréttir af Wolves
Óbein aukaspyrna eftir klaufaleg mistök (myndskeið)
Wolverhampton Wanderers sigraði Ipswich Town í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, 2:1, á útivelli í dag. Meira
Tíunda mark Norðmannsins laglegt (myndskeið)
Norðmaðurinn Jörgen Strand Larsen skoraði sitt tíunda mark í ensku úrvalsdeildinni þegar Wolves sigraði West Ham, 1:0, í gærkvöldi. Meira
Fimm leikir og fimm ára samningur

Kólumbíski knattspyrnumaðurinn Yerson Mosquera hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Wolverhampton Wanderers. Meira
Norðmaðurinn hetja Úlfanna

Wolves hafði betur gegn West Ham, 1:0, á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Meira
Auka leikur í bann fyrir berserksganginn

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Matheus Cunha, sóknarmaður Wolves, hefur verið úrskurðaður í fjögurra leikja bann eftir að hann missti stjórn á skapi sínu og fékk beint rautt spjald í leik gegn Bournemouth í ensku bikarkeppninni í byrjun mánaðarins. Meira
„Eru mjög strangir á Englandi“

Ivan Juric, knattspyrnustjóri botnliðs Southampton í ensku úrvalsdeildinni, segir pólska miðvörðinn Jan Bednarek ekki geta tekið þátt í leik liðsins gegn Wolves í deildinni á morgun vegna þess að hann fékk heilahristing í leik gegn Liverpool um síðustu helgi. Meira
Skoraði fyrsta mark sitt í úrvalsdeildinni (myndskeið)
Marshall Munetsi tryggði Wolverhampton Wanderers jafntefli, 1:1, gegn Everton á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í deildinni. Meira