„Þetta þarf að fara að gerast“

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er ekki búin að taka ákvörðun. Það er verið vinna fyrir mig gögn í ráðuneytinu um þetta mál.“

Þetta sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra við mbl.is þegar hún var spurð um stöðu mála varðandi afgreiðslu umsóknar Hvals hf. um endurnýjun leyfis til hvalveiða.

„Ég hef sagt og stend við það að ég reyni að gera þetta eins hratt eins og ég mögulega get og vona að ég geti klárað afgreiðslu þessa mál sem allra fyrst. Það er markmiðið enda er það engum til hagsbóta að draga málið lengur en þörf er,“ segir Bjarkey.

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., sagði í samtali við Morgunblaðið í síðasta mánuði að útséð væri um hvalveiðar í sumar en fyrirtækið bíður enn eftir svörum frá matvælaráðherra við umsókn um leyfi til veiða á langreyðum, sem send var ráðuneytinu í lok janúar.

Matvælaráðuneytið óskaði um miðjan mars eftir svörum frá Hval.hf við spurningum um ýmislegt sem það taldi varða málið. Hvalur svaraði þeim 21.mars og síðan hefur ekkert til erindisins spurst.

Ekki fundið fyrir þrýstingi

Spurð hvort hún sé ekki að falla á tíma með þessa ákvörðun segir Bjarkey:

„Jú þetta þarf að fara að gerast,“ segir Bjarkey og bætir því við að hún hafi ekki fundið fyrir neinum þrýstingi utanfrá varðandi þetta mál.

Bjarkey kynnti lagaeldisfrumvarp sitt á kynningarfundi á Hilton í fyrradag en það er til vinnslu á Alþingi.

„Þetta er stórt og mikið mál og það eru miklar tilfinningar gagnvart því sem ég skil og ber virðingu fyrir. Málið var komið inn á þingið þegar ég tók við embætti matvælaráðherra og ég er búin að leggja fyrir atvinnuveganefnd ákveðnar hugmyndir við breytingar sem nefndin er að fjalla um,“ segir Bjarkey.

Ófremdarástand í greininni

Bjarkey segist vonast til þess að málið klárist í vor. 

„Mér finnst vera ófremdarástand í greininni eins og staðan er í dag og ég held að það séu flestir sammála um það að við getum ekki horft upp á annað eins og gerðist síðasta sumar. Við þurfum að reyna að ná betri tökum á þessu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.5.24 366,91 kr/kg
Þorskur, slægður 31.5.24 494,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.5.24 563,86 kr/kg
Ýsa, slægð 31.5.24 324,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.5.24 97,30 kr/kg
Ufsi, slægður 31.5.24 257,80 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 31.5.24 341,38 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.6.24 Sigurey ST 22 Grásleppunet
Grásleppa 3.104 kg
Þorskur 517 kg
Samtals 3.621 kg
1.6.24 Kári SH 78 Grásleppunet
Grásleppa 648 kg
Samtals 648 kg
1.6.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 521 kg
Samtals 521 kg
1.6.24 María SH 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.984 kg
Samtals 1.984 kg
1.6.24 Hrói SH 40 Grásleppunet
Grásleppa 302 kg
Samtals 302 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.5.24 366,91 kr/kg
Þorskur, slægður 31.5.24 494,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.5.24 563,86 kr/kg
Ýsa, slægð 31.5.24 324,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.5.24 97,30 kr/kg
Ufsi, slægður 31.5.24 257,80 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 31.5.24 341,38 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.6.24 Sigurey ST 22 Grásleppunet
Grásleppa 3.104 kg
Þorskur 517 kg
Samtals 3.621 kg
1.6.24 Kári SH 78 Grásleppunet
Grásleppa 648 kg
Samtals 648 kg
1.6.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 521 kg
Samtals 521 kg
1.6.24 María SH 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.984 kg
Samtals 1.984 kg
1.6.24 Hrói SH 40 Grásleppunet
Grásleppa 302 kg
Samtals 302 kg

Skoða allar landanir »