Rómantískasti smábærinn í ensku sveitinni

Smábærinn Tetbury er allur eins og klippt væri út úr …
Smábærinn Tetbury er allur eins og klippt væri út úr bíómynd. Ljósmynd/Aðsend

Í rúmri klukkustundar akstursfjarlægð frá Heathrow flugvelli er einn fallegasti smábærinn í Cotwolds sveitinni, Tetbury.

Bærinn er eins lítill og hugsast getur. Þar má búast við að sjá þar á kreiki alvöru breskt sveitafólk í grænu stígvélum og Barbour-vaxjökkum að viðra hundana sína. 

Þá hefur bærinn einnig konunglegar tengingar en heimili Karls kóngs, Highgrove, er í korters akstursfjarlægð frá Tetbury. Hægt er að panta sér leiðsögn um garðana sem Karl hefur nostrað við í gegnum árin og jafnvel fá sér þar kaffi og kökur. Gott er að hafa í huga að nauðsynlegt er að panta með miklum fyrirvara því allt selst upp um leið enda vinsæll áfangastaður.

Í Tetbury er líka bar og gistiheimili sem heitir Snooty Fox en Harry prins á að hafa verið reglulegur gestur. Þá er þar einnig skemmtileg búð sem systir Kamillu verslar reglulega við en systir Kamillu er innanhússhönnuður og hefur innréttað fyrir marga þekkta einstaklinga.

Blaðamaður Mbl.is mælir hins vegar með að gista á The Close Hotel sem er einstaklega sjarmerandi hótel með fallegum garði og þjónustan þar er fyrsta flokks.

The Close Hotel í Tetbury er einstaklega fallegt og vandað …
The Close Hotel í Tetbury er einstaklega fallegt og vandað hótel í hjarta bæjarins. Ljósmynd/Aðsend
Garður The Close Hotel er frábær í klassískum enskum stíl.
Garður The Close Hotel er frábær í klassískum enskum stíl. Skjáskot/Instagram
Baðherbergin eru falleg.
Baðherbergin eru falleg. Skjáskot/Instagram
High Tea í garðinum.
High Tea í garðinum. Skjáskot/Instagram
Herbergin eru falleg í klassískum stíl.
Herbergin eru falleg í klassískum stíl. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert