Á ég að borga fyrir vinkonu mína?

Það er skemmtilegast að fara til útlanda með vinkonum.
Það er skemmtilegast að fara til útlanda með vinkonum. Unsplash.com

Kona leitar ráða hjá ferðaráðgjafa The Times. Vinkona hennar er gjaldþrota en langar í frí. Á hún að splæsa?

Vinkona mín er í fjárhagsörðugleikum. Hún er um það bil að fara að lýsa sig gjaldþrota en langar svo mikið að komast í frí frá vandræðunum um stundar sakir. Ég er sú eina af vinkonunum sem kemst frá til að fara með henni. Mér finnst eins og ég eigi þá að borga fyrir fríið, hennar hlut líka. Ég vil ekki neita henni um langþráð frí en fjárhagurinn minn er ekki eins góður og hann var einu sinni. Hvað á ég að gera?

Svar ráðgjafans:

Það er erfitt að eiga engan pening. Ég skil vinkonu þína en ég myndi setja spurningamerki við það að þú borgir fyrir ferðina. Þetta fer í rauninni eftir því hversu nánar þið eruð. Ef þetta er bara einhver vinkona, þá alls ekki. Ef þetta er þín allra besta vinkona og sálufélagi, þá ekki spurning. Ef fjárhagurinn þinn er ekki í sínu besta formi þá skaltu vera hreinskilin með það. Það er líka alltaf hægt að fara seinna í ferðalagið. Reyna að spara fyrir það. Svo er líka hægt að fara í tjaldútilegu innanlands. Það eru ýmsir kostir í stöðunni. En það er alltaf erfitt að fara að blanda saman peningum og vinskap og það þarf að stíga gætilega til jarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert