Myndskeið: Laufey söng óvænt með Tom Odell

Tom Odell og Laufey Lín Jónsdóttir tóku hugljúfan dúett á …
Tom Odell og Laufey Lín Jónsdóttir tóku hugljúfan dúett á tónleikum hennar í Lundúnum. Samsett mynd

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir er á tónleikaferðalagi um þessar mundir. Hún kom fram í Lundúnum í Bretlandi í gær þar sem hún söng óvænt með tónlistarmanninum Tom Odell við mikil fagnaðarlæti áhorfenda. 

Odell er Brit-tónlistarverðlaunahafi sem hefur notið mikilla vinsælda um allan heim. Hann hefur komið tvisvar sinnum fram á tónleikum á Íslandi, fyrst árið 2014 og síðan árið 2016. Hann á þekkta smelli á borð við Another Love, Black Friday og Heal

Odell birti myndband frá tónleikunum á Instagram-síðu sinni, en þar sést Laufey kynna hann inn á sviðið. „Ég er með eitt óvænt í viðbót fyrir ykkur. Mig langar að bjóða Tom Odell að koma og syngja með mér,“ sagði hún á sviðinu og mikil fagnaðarlæti brutust út. Við myndbandið skrifaði Odell: „Yndislegt að syngja Black Friday með þér Laufey.“

Í ummælum undir myndbandið sagði Laufey dúettinn hafa verið hápunkt vikunnar. „Ég elska að syngja með þér!“ bætti hún við. 

Laufey birti einnig myndband af dúettinum á TikTok-síðu sinni með yfirskriftinni: „Ég bauð Tom Odell á tónleikana mína í Lundúnum og hann samþykkti að koma upp á svið og syngja dúett með mér.“ Þau tóku eitt af þekktustu lögum Odells á hugljúfan máta.

View this post on Instagram

A post shared by Tom Odell (@tompeterodell)

@laufey

the prettiest song. i’m so honored 🖤

♬ original sound - laufey
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir