Herra Hnetusmjör hitti Akon

Herra Hnetusmjör hitti Akon í Berlín!
Herra Hnetusmjör hitti Akon í Berlín! Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, betur þekktur undir sviðsnafninu Herra Hnetusmjör, skellti sér til Berlínar í Þýskalandi og fór á tónleika með tónlistarmanninum Akon. 

Akon er á tónleikaferðalagi um þessar mundir og hélt tónleika í Berlín í gær, sunnudag. Hann skaust upp á stjörnuhimininn árið 2004 og er þekktur fyrir smelli á borð við Lonely, Smack That og Right Now. 

„Þeir vita sem vita“

Herra Hnetusmjör virðist vera mikill aðdáandi tónlistarmannsins, en hann fór á tónleikana með svokallaðan VIP-miða og fékk að hitta stjörnuna baksviðs. Þar var að sjálfsögðu smellt myndum af þeim sem Herra Hnetusmjör deildi svo á Instagram-síðu sinni með yfirskriftinni: „Þeir vita sem vita. Unreal.“

Fjölmargir hafa líkað við myndina og þó nokkrir skilið eftir ummæli undir henni, þar á meðal Rúrik Gíslason sem skrifaði: „Sé ég gleðitár á hvarmi Hnetunnar?“ og Ásgeir Orri Ásgeirsson sem skrifaði: Viltu gjöra svo vel að renna niður og sýna honum þennan IceGuys bol!“

Veðrið hefur greinilega leikið við tónlistarmanninn í gær!
Veðrið hefur greinilega leikið við tónlistarmanninn í gær! Skjáskot/Instagram
Herra Hnetusmjör birti mynd af VIP-passanum á Instagram.
Herra Hnetusmjör birti mynd af VIP-passanum á Instagram. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir