Flytja 100 þúsund á brott frá Rafah

Palestínsk börn í húsarústum í borginni Rafah eftir loftárásir Ísraela.
Palestínsk börn í húsarústum í borginni Rafah eftir loftárásir Ísraela. AFP

Ísraelsher sagðist í morgun ætla að flytja á brott um 100 þúsund manns frá austurhluta borgarinnar Rafah á suðurhluta Gasasvæðisins vegna fyrirhugaðrar árásar þar á jörðu niðri.

„Matið er að þetta verði um 100 þúsund manns,” sagði talsmaður hersins við blaðamenn þegar hann var spurður hversu margir yrðu fluttir á brott.

Um 1,2 milljónir manna hafa leitað skjóls í Rafah, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Flestir þeirra hafa flúið frá öðrum svæðum á Gasa á meðan á sjö mánaða stríðinu hefur staðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna.

Að sögn talsmannsins er brottflutningur fólksins „hluti af áætlun okkar um að stöðva Hamas…við vorum minntir á ofbeldisfullan hátt á viðveru þeirra og möguleika þeirra í Rafah í gær”.

„Við ráðumst í þennan brottflutning til að koma í veg fyrir að fólk meiðist.”

Þrír ísraelskir hermenn voru drepnir í gær og tugir særðust, að sögn Ísraelshers, þegar eldflaugum var skotið í átt að landamærunum Kerem Shalom á milli Ísraels og Gasa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert