Norðmenn vilja fjórfalda aðstoðina

Börn á Gasasvæðinu.
Börn á Gasasvæðinu. AFP

Ríkisstjórn Noregs hefur lagt til að einum milljarði norskra króna, eða um 13 milljörðum íslenskra króna, verði veitt til aðstoðar Palestínumönnum á þessu ári.

Hungursneyð vofir yfir á Gasasvæðinu eftir stríðið þar síðustu mánuði.

Verði þessi uppfærða upphæð samþykkt á norska þinginu myndi fjárveiting til málaflokksins fjórfaldast miðað við það sem var lagt upp með í upphaflegu fjárlagafrumvarpi á síðasta ári, en þá nam hún 258 milljónum norskra króna.

„Þörfin á aukinni hjálp á Gasasvæðinu er gríðarleg eftir sjö mánaða stríð,” sagði Anne Beathe Tvinnereim, ráðherra þróunarmála, í yfirlýsingu.

Norska ríkisstjórnin hefur jafnframt lagt til að 0,98 prósentum af landsframleiðslu verði veitt til þróunaraðstoðar á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert