Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna drepinn

Ísraelskir hermenn á Gasasvæðinu.
Ísraelskir hermenn á Gasasvæðinu. AFP

Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, SÞ, sem sinnti öryggismálum var drepinn í árás á bíl á Gasavæðinu í gær, að sögn talsmanns hjá SÞ.

Annar starfsmaður særðist.

Starfsmaðurinn er sá fyrsti frá Sameinuðu þjóðunum sem ekki er frá Palestínu sem er drepinn síðan stríðið hófst á svæðinu. Þjóðerni hans hefur ekki verið gefið upp. Ekki hefur heldur komið fram hver bar ábyrgð á árásinni. 

Hún var gerð þegar starfsmennirnir voru á leið til Evrópska sjúkrahússins skammt frá borginni Rafah.

Að sögn talsmannsins hafa um 190 palestínskir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna verið drepnir síðan stríðið hófst. Flestir störfuðu þeir hjá Palestínuflóttamannaaðstoð stofnunarinnar, UNRWA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert