Munu viðurkenna Palestínu fyrir lok mánaðar

Tjöld og skúrar hýsa Palestínumenn á flótta í Deir el-Balah …
Tjöld og skúrar hýsa Palestínumenn á flótta í Deir el-Balah í Gasa. Myndin var tekin í morgun. AFP

Stjórnvöld Írlands munu viðurkenna Palestínu sem ríki fyrir lok þessa mánaðar. Þetta sagði utanríkisráðherra landsins, Micheal Martin, í útvarpsviðtali í dag.

Leiðtogar Spánar, Írlands, Slóveníu og Möltu lýstu því sameiginlega yfir í mars að þeir væru reiðubúnir að viðurkenna ríki Palestínu.

Írar hafa lengi sagst ekkert hafa á móti því að viðurkenna Palestínu formlega, ef það myndi hjálpa til við að stuðla að friði í Mið-Austurlöndum.

Stríð Ísraels gegn vígamönnum Hamas í Gasa hefur hrundið málinu aftur á skrið.

Fleiri ríki gætu fylgt í kjölfarið

Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, sagði í síðustu viku að Spánn, Írland og Slóvenía væru reiðubúin að viðurkenna Palestínu þann 21. maí. Fleiri ríki gætu þá fylgt í kjölfarið.

Martin baðst þó undan því að nefna ákveðna dagsetningu en sagði að þetta yrði gert fyrir lok mánaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert