Árásarmaðurinn mættur í dómshúsið

Sérsveitarmenn standa vörð um dómshúsið þar sem að Cintula er …
Sérsveitarmenn standa vörð um dómshúsið þar sem að Cintula er í haldi. AFP/Vladimir Simicek

Árásamaðurinn sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til að myrða forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, er mættur í dómshúsið. 

Maðurinn er sagður vera Juraj Cintula, skáld á áttræðisaldri. Fico lifði banatilræðið af og er ástand hans sagt vera stöðugt og að hann sé með meðvitund. 

Cintula skaut fimm skotum að Fico og fjögur þeirra hæfðu forsætisráðherrann. Saksóknari hefur farið fram á að Cintula sæti varðhaldi fram að upptöku málsins fyrir dómi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert