Rafbílagjöld valda vandræðum

Rafbíll í hleðslu.
Rafbíll í hleðslu. mbl.is/Árni Sæberg

Innleiðing kílómetragjalds á rafbíla um áramótin með svo skömmum fyrirvara hefur haft töluverðan kostnað og óþægindi í för með sér hjá fyrirtækjum sem hafa stóra bílaflota.

Þetta segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, en skrá þurfi inn kílómetrafjöldann handvirkt sem sé afar tímafrekt. En lög um gjaldtökuna tóku gildi skömmu fyrir áramót.

„Ég held að upplýsingarnar um að skrá hafi þurft kílómetrastöðu ökutækja hafi komist ágætlega til skila. Hins vegar eru margir vankantar og hindranir í veginum og þá ekki síst hjá bílaleigum, bílaumboðum og bílasölum sem eru með stóra flota og fengu skamman fyrirvara til að skila inn stöðu allra ökutækja sem eiga nú að greiða kílómetragjald. Það þarf að slá inn hvern og einn bíl á island.is og það tekur langan tíma.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert