Stóð á milli þess að greiða með eða skila auðu

Baldur Þórhallsson segir ekki rétt að hann hafi barist fyrir samþykkt Icesave-samninganna heldur hafi hann sem fræðimaður rýnt í þá áhættu sem fólst í því að hafna þeim.

Þetta kom fram á forsetafundi Morgunblaðsins og mbl.is með Baldri á Hótel Selfossi í gærkvöldi.

Nokkur tími fór í að ræða Icesave, en Bald­ur var sér­stak­lega innt­ur eft­ir svör­um um það hvernig hann myndi ekki eft­ir því hvað hann kaus í þjóðar­at­kvæðagreiðslum um Icesave, eins og hann upp­lýsti um í Spurs­mál­um und­ir lok síðasta mánaðar.

Var óviss fram á síðustu stundu

„Ég er ein­fald­lega of heiðarleg­ur í þess­ari kosn­inga­bar­áttu til þess að segja ósatt þótt það hagn­ist mér póli­tískt,“ sagði Bald­ur meðal ann­ars og bætti við seinna:

„Ég var mjög óviss um þetta – hvort ég ætti að greiða með eða skila auðu – fram á síðasta dag.“

Hann kveðst hafa verið ósáttur við það hvernig staðið var að fyrri samningnum.

„Ég var mjög ósáttur við það hvernig staðið var að þeim samningaviðræðum. Til dæmis að við skyldum ekki fá strax erlenda sérfræðinga til þess að eiga í þessum erfiðu samningaviðræðum við erlenda aðila sem þekktu til málsins. Ég hafði í rauninni allt á hornum mér gagnvart því. Svo er samningurinn númer tvö, fannst mér miklu skárri en númer eitt,“ sagði Baldur.

Ráðherrar tóku lítið þátt í umræðum

Hann út­skýrði að sem fræðimaður sem hefði veitt álit á samn­ing­un­um á sín­um tíma hefðu hans per­sónu­legu skoðanir verið auka­atriði.

Þá gagnrýndi hann það að ráðherrar hafi í raun stigið til hliðar og tekið lítið þátt í umræðunum.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér: 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert