Um 60 skjálftar – Landris heldur áfram

Jarðskjálftavirknin hefur verið nokkuð stöðug á svæðinu.
Jarðskjálftavirknin hefur verið nokkuð stöðug á svæðinu. Ljósmynd/Hörður Kristleifsson

Um 60 jarðskjálftar hafa orðið síðasta sólarhringinn í kvikuganginum við Svartsengi, sem er svipað og mældist í gær.

Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir skjálftavirknina hafa verið nokkuð stöðuga í nótt en að engar breytingar hafi orðið. Landris heldur áfram á svæðinu.

Hún segir ekki hægt að spá fyrir um hvenær eitthvað gerist en að beðið sé eftir því að kvikuhlaup fari af stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert