Eldur í íbúð á Seltjarnarnesi

Slökkvilið og lögregla á vettvangi í dag.
Slökkvilið og lögregla á vettvangi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eldur kviknaði í íbúð við Skólabraut á Seltjarnarnesi. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað á vettvang.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu hafði ekki frekari upplýsingar um eldinn í samtali við blaðamann.

Búið er að ráða niðurlögum eldsins.
Búið er að ráða niðurlögum eldsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Uppfært kl. 12.11:

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn og gekk það hratt og örugglega fyrir sig, að sögn varðstjóra.

Slökkvilið og lögregla sinntu útkallinu.
Slökkvilið og lögregla sinntu útkallinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eldurinn kviknaði líkast til í eldhúsi í íbúð á annarri hæð í þriggja hæða fjölbýlishúsi.

Þeir sem voru inni í íbúðinni komust þaðan út og ekki þurfti að flytja neinn á slysadeild, segir varðstjórinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert