Áframhaldandi skjálftavirkni við Svartsengi

Veðurstofan fylgist með þróun mála.
Veðurstofan fylgist með þróun mála. mbl.is/Hákon

Áframhaldandi skjálftavirkni mældist í kvikuganginum við Svartsengi í nótt. 

Síðasta sólahring hafa um 70 skjálftar mælst á svæðinu. Stærsti skjálftinn í nótt var 1,3 að stærð.

„Við erum ekki með neinar sérstakar breytingar. Það er áframhaldandi skjálftavirkni þarna á öllum kvikuganginum. Við fylgjumst áfram með,“ segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert