Minntust Heidda í blíðskaparveðri

Krans var lagður á leiði Heidda.
Krans var lagður á leiði Heidda. mbl.is/Þorgeir

Tían, bifhjólaklúbbur Norðuramts, stóð fyrir hópkeyrslu í minningu Heiðars Þ. Jóhannssonar, sem ávallt var kallaður Heiddi, í blíðskaparveðri á Akureyri í dag. Hann hefði orðið sjötugur á miðvikudaginn.

Bifhjólamenn hittust á Ráðhústorginu á hádegi og lögðu síðan af stað í hópkeyrslu um bæinn klukkan 13.

Tóku ökumenn á 52 hjólum þátt í hópkeyrslunni sem endaði við kirkjugarðinn á Naustahöfða þar sem krans var lagður á leiði Heidda.

Tían bauð upp þá í kaffi og kökur í Mótorhjólasafni Íslands á Krókeyri.

Baldvin Ringsted flutti stutt ávarp áður en Sniglarnir afhentu styrk upp á 500.000 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert