Einhleypar og eftirsóttar

Tinna Aðalbjörnsdóttir, Hrafnhildur Heba Júlíusdóttir, Sara Reginsdóttir og Bryndís Stella …
Tinna Aðalbjörnsdóttir, Hrafnhildur Heba Júlíusdóttir, Sara Reginsdóttir og Bryndís Stella Birgisdóttir eiga það sameiginlegt að vera á lausu. Samsett mynd

Það hafa sjaldan verið eins margar heillandi konur á lausu eins og akkúrat núna. Þess vegna er ráð að taka saman lista yfir þær eftirsóttustu akkúrat núna. Það sem einkennir þessar konur er hvað þær eru klárar og skemmtilegar. 

Sara Reginsdóttir

Sara er ein af glæsilegustu konum landsins. Hún er flugfreyja hjá Icelandair, jógakennari og tanntæknir. Hún er auk þess fjögurra barna móðir sem kallar ekki allt ömmu sína. Sara er alltaf jákvæð og í góðu skapi og sér spaugilegu hliðarnar á lífinu. Vinir hennar hafa orð á því hvað hún sé greiðvikin og hvað hún stendur þétt við bakið á sínu fólki. Hún er svona manneskja sem er góð í gegn. 

Sara Reginsdóttir.
Sara Reginsdóttir.

Júlía Margrét Einarsdóttir

Júlía Margrét er nýkomin á markaðinn og eru margir spenntir fyrir henni. Hún starfar á RÚV og er auk þess hæfileikaríkur rithöfundur. Hún vakti til að mynda mikla athygli fyrir bókina Guð leitar að Salóme sem hún gerði einnig að vinsælum einleik. Júlía er hress og skemmtileg og með einstaklega flottan stíl og alltaf með gott hár. 

Júlía Margrét Einarsdóttir.
Júlía Margrét Einarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bryndís Stella Birgisdóttir

Stella, eins og hún er kölluð, er innanhússhönnuður sem vakið hefur eftirtekt fyrir góð vinnubrögð. Hún hefur hannað mörg falleg heimili í gegnum tíðina og er stíllinn hennar smart, mínímalískur og örlítið japanskur á köflum. Viðskiptavinir hennar segja að hún sé töfrakona sem geti breytt hreysi í höll með hugviti sínu. 

Stella Birgisdóttir.
Stella Birgisdóttir.

Guðný Ósk Laxdal

Guðný er ekki bara funheit heldur er hún einnig afar klár. Hún kennir ensku við Verslunarskóla Íslands og er auk þess einn helsti álitsgjafi þjóðarinnar þegar kemur að bresku konungsfjölskyldunni. Hún heldur úti vinsælum reikningi á Instagram sem ber heitið Royal Icelander og kryfur þar málin til mergjar. Þá er hún einnig vel að sér í málum gervigreindar og hefur haldið fyrirlestra um allt því tengt.

Guðný Ósk Laxdal er einn helsti álitsgjafi þjóðarinnar um bresku …
Guðný Ósk Laxdal er einn helsti álitsgjafi þjóðarinnar um bresku konungsfjölskylduna. Ljósmynd/Úr safni

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Steinunn Ólína leikkona og forsetaframbjóðandi er ekki bara ein af okkar ástsælustu leikkonum heldur er hún einnig afar skemmtileg, skelegg og klár. Hún brennur fyrir land og þjóð og liggur ekki á skoðunum sínum. Allir myndu vilja hafa hana sér við hlið.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Ljósmynd/Saga Sig

Ingveldur Anna Sigurðardóttir

Ingveldur Anna er íslenska sumarkonan allan ársins hring. Hún er varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í suðurkjördæmi auk þess að vera fulltrúi sýslumanns á Suðurlandi. Hún hefur í starfi sínu gift fjölda fólks en eitthvað hefur gengið hægar að ganga út sjálf - sem er mesta furða því hún er allur pakkinn: falleg og fyndin framakona!

Ingveldur Anna Sigurðardóttir.
Ingveldur Anna Sigurðardóttir.

Gróa Björg Baldvinsdóttir

Gróa er framkvæmdastjóri sjálfbærni og menningar hjá Terra og er lífsglaður húmoristi sem elskar lífið. Hún er eldklár og það að verja tíma með henni er ávísun á góða samverustund. Hestamennska og útivist eiga hug hennar allan en hún hefur líka áhuga á veiði og fjallgöngum. Sá sem krækir í Gróu er heppinn! 

Gróa Björg Baldvinsdóttir.
Gróa Björg Baldvinsdóttir. Ljósmynd/Hulda Margrét

Heiða Ósk Úlfarsdóttir 

Heiða Ósk er sannkölluð ofurskutla sem sem er í tveimur vinnum eins og svo margar ofurkonur. Hún er einkaþjálfari og vinnur einnig hjá Össuri. Heiða Ósk er með hlýtt hjarta og er sannur mannvinur. Hún er heilbrigðið uppmálað og rosalega aktív svo það hentar henni ekki að vera með neinni sófakartöflu!

Heiða Ósk Úlfarsdóttir.
Heiða Ósk Úlfarsdóttir.

Kamilla Einarsdóttir

Kamilla er rithöfundur sem sló í gegn með bók sinni Kópavogskróníkan sem varð síðar að leikriti sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu. Kamilla er ein af þessum konum sem kann að njóta lífsins. Það gæti verið sterkur leikur fyrir þann sem vill næla í hana að bjóða henni á Tapas barinn þar sem hún er orðin nokkuð flink í spænsku eftir stíft tungumálanám síðustu missera.

Kamilla Einarsdóttir.
Kamilla Einarsdóttir.

Inga Helga Halldórudóttir

Inga Helga er lögfræðingur sem starfar hjá Mílu. Hún leikur lausum hala þessa dagana með sitt breiða bros. Það verður ekki lengi ef marka má hversu skemmtileg konan er.

Inga Helga Halldórudóttir.
Inga Helga Halldórudóttir.

Hrafnhildur Heba Júlíusdóttir

Heba, eins og hún er kölluð, lærði verkefnastjórnun hjá Kaospilot og er flugfreyja hjá Icelandair. Hún elskar starfið sitt enda mikil ævintýraprinsessa sem vill ferðast um heiminn. Hún finnst stundum á fjöllum en líka á góðum veitingastöðum í miðbæ Reykjavíkur. Hún er félagsvera sem elskar að gera skemmtilega hluti og er svo sannarlega með hjarta sem slær! 

Hrafnhildur Heba Júlíusdóttir.
Hrafnhildur Heba Júlíusdóttir.

Tinna Aðalbjörnsdóttir 

Tinna er ein af þessum drottningum sem er á laflausu. Hún hefur unnið í fyrirsætubransanum lengi og starfar hjá Ey Agency Models þar sem hennar aðalstarf er að uppgötva nýjar fyrirsætur. Tinna þekkir lífið frá ýmsum sjónarhornum og er vel sigld en hún hætti að drekka fyrir nokkrum árum og öðlaðist nýtt líf í kjölfarið. 

Tinna Aðalbjörnsdóttir.
Tinna Aðalbjörnsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál