Sterk byrjun Mosfellinga

Afturelding byrjaði á sigri.
Afturelding byrjaði á sigri. mbl.is/Eyþór Árnason

Afturelding fer vel af stað í 1. deild kvenna í fótbolta en liðið lagði ÍBV, 2:1, á heimavelli í 1. umferðinni í kvöld.

Telusila Vunipola kom ÍBV yfir með marki úr víti á 23. mínútu og var staðan í hálfleik 1:0 fyrir gestina.

Anna Pálína Sigurðardóttir jafnaði á 55. mínútu og varamaðurinn Ariela Lewis skoraði sigurmarkið á 70. mínútu í sínum fyrsta deildarleik með Aftureldingu, en hún hefur raðað inn mörkum með Gróttu síðustu tvö ár.

Þá gerðu Selfoss og sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis 2:2-jafntefli á Selfossi.

Björg Gunnlaugsdóttir og Deja Sandoval komu FHL í tvígang yfir en fyrst jafnaði Unnur Dóra Bergsdóttir og síðan Auður Helga Halldórsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert