Þurftum þetta hugrekki

Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK.
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK. mbl.is/Kristinn Steinn

„Við þurfum hugrekki til að spila ekki bara vörn og hanga á teignum okkar, þó við vissulega þurftum líka að gera það í langan tíma svo leikplanið okkar var að þora að stíga upp úr þeim sporum og nýta tækifærin okkar,“ sagði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK eftir 3:1 sigur Víkingum, sem höfðu unnið alla fjóra leiki sína í deildinni þegar liðin mættust í Kórnum í kvöld til að spila í 5. umferð efstu deildar karla í fótbolta.

„Við ætluðum að vera þéttir fyrir og hafa hugrekki til að mæta manninum með boltann, ekki bara fela okkur og láta aðra um mæta, vera ekki hræddir við að vera maður á móti manni, þyrðum að fara í það því ef við ætlum bara að valda svæði og liggja til baka án þess að þora stíga upp í návígi, þá værum við bara að bíða eftir við Víkingar myndu valta yfir okkur.  Mér fannst það ganga vel, við pressuðum þá framarlega og Magnús Arnar vinnur boltann, kemur honum á Atla,“ sagði Ómar Ingi og þekkir sína menn.    

„Ef það er eitthvað sem ég hef lært af leikmannahópi mínum þá er það að móti Íslandsmeisturum eða kandídötum til að verða Íslandsmeistarar þá getum við alltaf átt von á svona úrslitum.  Við sýndum það í fyrra og líka núna en það er samt eitthvað sem mættum sýna oftar.“

Spurður hvort þetta væri hvatinn sem liðið þurfti eða hvort það verði að passa sig í næsta sagðist þjálfarinn hvort tveggja.  „Við þurfum að setja viðmið hvað við getum getum gert og  hvað við getum lagt á okkur en næsti leikur okkar byrjar ekki á þessu orkustigi, við þurfum að framkalla það og það getur verið snúið.  Við þurfum að verja   næstu viku að koma mönnum í skilning um að svona úrslit koma ekki af sjálfu sér, að þetta búi í liðinu og við þurfum að koma því á borðið eins oft og mögulegt er,“ bætti Ómar Ingi við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert