Ætlaði að skjóta upp í hornið en mark er nú samt mark

Johannes Björn Vall varnarmaður skoraði eitt af þremur mörkum ÍA …
Johannes Björn Vall varnarmaður skoraði eitt af þremur mörkum ÍA í 3:0 sigri á Vestra í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég ætlaði að skjóta en hitta ofar í markið, sem betur fer og í raun raun smá heppni að skoppaði boltinn aðeins við markið en boltið fór mikið neðar – mark er nú samt mark,“ sagði Johannes Björn Vall varnarjaxl með smá glotti  en hann skoraði eitt af þremur mörkum í 3:0 sigri á Vestra þegar liðin mættust í 6. umferð á Akranesi í efstu deildar karla í fótbolta.

„Við slökuðum kannski aðeins á þegar við vorum búnir að skora mörk. Fyrstu mínúturnar hjá báðum liðum fór í að finna völlinn en því lengra sem leið á leikinn tókum við yfir, fengum jafnvel meira sjálfstraust og mörkin juku enn á sjálfstraustið.  Í fyrri leikjum höfum við bakkað aftur við að skora en nú héldum við okkar striki svo þetta var góður leikur,“ sagði Johannes.

Óvanir grasi og vindi

Varnarjaxlinn átti góðan leik auk þess að skora beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi og sagði nýtt fyrir Skagamenn að spila á grasi og með vind – nokkuð sem margir bornir og barnfæddir Akurnesingar þekkja samt vel en veðurstofan segir að vindurinn hafi tæplega náð að kallast gola.  Kannski var Johannes enn að slá á létta strengi.

„Það var nýtt yfir okkur að spila á grasi svo það var nokkuð um slakar sendingar og svo var líka nýtt fyrir okkur að spila í vindi því við erum búnir spila innanhúss en í heildina var þetta góður leikur hjá okkur.  Það var ekkert um vesen hjá okkur, þetta var leikur sem við áttum að vinna og gerðum það,“ bætti sá sænski við. 

Mitt markmið að haldast heill

Markahrellirinn Viktor Jónsson er iðinn við kolann og skoraði sitt 6. mark í deildinni, hefur þá skorað að meðaltali í hverjum leik. „Ég er glaður, mjög glaður.  Það tók okkur tíma að finna völlinn, sem var þungur og blautur og það tók tíma en svo mallaði þetta vel hjá okkur,“ sagði Viktor og ætlar að halda uppteknum hætti.  

„Mitt markmið er að haldast heill og þá er markmiðið að skora í hverjum einasta leik en ég er með ákveðin markmið sem mig langar að ná  en ég ætla að halda fyrir mig“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert