Við leikmenn brugðumst

Fyrirliðinn Vestra Elmar Atli Garðarsson.
Fyrirliðinn Vestra Elmar Atli Garðarsson. mbl.is/Óttar Geirsson

„Við vissum fyrir leik hvað við þyrftum að gera og þjálfararnir búnir að leggja leikinn vel upp en mér fannst við leikmennirnir bregðast, eitthvað sem þurfum að skoða hjá okkur sjálfum og breyta sem allra fyrst,“ sagði Elmar Atli Garðarsson fyrirliði Vestra eftir 3:0 tap fyrir ÍA þegar liðin mættust í 6. umferð efstu deildar karla í fótbolta á Akranesi í dag.

Vestfirðingarnir eru sem stendur í 9. sæti deildarinnar, eftir 6 leiki og unnið tvo af þeim en markatalan er er ekki uppá marga fiska.  Þeir eru samt ekkert að fara leggja árar í bát. „Mér finnst liðið okkar bara mjög gott.  Eins og flestir vita þá höfum við lent í smá meiðslum undanfarið en við erum með flottan hóp, höldum áfram og nú er bara næsti leikur,“ sagði fyrirliðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert