Glæsimörk Hamranna (myndskeið)

West Ham vann Luton, 3:1, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag. 

Úrslitin þýða það að Luton er gott sem fallið en liðið er þremur stigum á eftir Nottingham Forest og með mun verri markatölu. 

Albert Sambi Lokonga kom Luton yfir snemma leiks en James Ward-Prowse, Tomas Soucek og George Earthy skoruðu mörk West Ham í seinni hálfleik. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert