Hollendingurinn sendi Burnley niður (myndskeið)

Tottenham felldi Burnley niður í B-deild Englands í knattspyrnu karla með sigri, 2:1, í Lundúnum í dag. 

Jacob Bruun Larsen kom Burnley yfir á 25. mínútu en Pedro Porro jafnaði metin í 1:1 á 32. mínútu. Micky van de Ven skoraði síðan sigurmarkið á 82. mínútu. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert