Lokahófi United aflýst

Ekkert lokahóf verður hjá Manchester United í ár.
Ekkert lokahóf verður hjá Manchester United í ár. AFP/Paul Ellis

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur aflýst lokahófi félagsins. Félagið heldur lokahófið árlega þar sem bestu leikmenn tímabilsins eru verðlaunaðir.

Tímabilið hefur verið slakt hjá United og þá á liðið bikarúrslitaleik gegn Manchester City fimm dögum eftir að lokahófið átti að fara fram.

Er í annað skipti á þremur árum sem hætt er við lokahófið en það var einnig gert tímabilið 2021/22 eftir slaka leiktíð. 

United er sem stendur í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert