Frábær skalli Liverpool-mannsins (myndskeið)

Jarrel Quansah skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er Liverpool gerði jafntefli við Aston Villa, 3:3, á Villa Park í Birmingham í gærkvöldi. 

Stangaði hann boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Harvey Elliott og var markið meðal þeirra bestu í 37. umferð deildarinnar. 

Mark Quansah ásamt fleiri góðum mörkum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert