Norski töframaðurinn leikmaður ársins? (myndskeið)

Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, er á meðal þeirra sem koma til greina í kjöri á besta leikmanni tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Ödegaard hefur leikið fantavel fyrir Skytturnar sem eru á toppi deildarinnar þegar liðið á einungis einn leik eftir.

Norski töframaðurinn er ómissandi í sóknarleik Arsenal og hefur skorað átta mörk og lagt upp önnur átta í 34 leikjum á tímabilinu.

Myndskeið af töfrum Ödegaards á tímabilinu má sjá spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert