Kraftaverkamaðurinn hjá Ipswich í staðinn fyrir ten Hag?

Erik ten Hag er valtur í sessi sem knattspyrnustjóri Manchester …
Erik ten Hag er valtur í sessi sem knattspyrnustjóri Manchester United. AFP/Paul Ellis

Kieran McKenna, fyrrverandi þjálfari unglingaliðs Manchester United, hefur verið nefndur til sögunnar sem næsti knattspyrnustjóri félagsins, verði Erik ten Hag sagt upp störfum að þessu keppnistímabili loknu.

The Guardian segir í dag að þegar hafi verið haft samband við McKenna sem hefur vakið mikla athygli sem knattspyrnustjóri Ipswich Town.

McKenna er 38 ára gamall Norður-Íri og þjálfaði hjá United á árunum 2016-2021, fyrst U18 ára lið félagsins og var síðan aðstoðarþjálfari hjá José Morino, Ole Gunnari Solskjær og Ralf Rangnick. 

Hann tók síðan við sem knattspyrnustjóri Ipswich í árslok 2021 og hefur þar náð frábærum árangri en Ipswich tryggði sér á dögunum sæti í úrvalsdeildinni eftir að hafa komið upp úr C-deildinni fyrir ári síðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert