Stórleikur Viggós

Viggó Kristjánsson
Viggó Kristjánsson Eggert Jóhannesson

Viggó Kristánsson skoraði níu mörk fyrir Leipzig í 39:27 sigri á Hamburg í þýsku 1. deildinni í handbolta í dag. Andri Már Rúnarsson skoraði þrjú fyrir Leipzig.

Viggó var markahæstur á vellinum en félagi hans, Lukas Binder var næstmarkahæstur með átta mörk líkt og Frederik Bo Andersen hjá Hamburg. Leipzig er í áttunda sæti deildarinnar en Hamburg í því níunda eftir leik dagsins.

Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Leipzig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert