Microsoft fjárfestir fyrir 4 milljarða evra í gagnaveri

Fjárfesting Microsoft er sú stærsta í Frakklandi frá upphafi.
Fjárfesting Microsoft er sú stærsta í Frakklandi frá upphafi. AFP

Microsoft mun verja fjórum milljörðum evra, eða því sem nemur tæpum 604 milljörðum íslenskra króna, í fjárfestingu til að þróa gagnaver í Frakklandi.

Frá þessu er greint í tilkynningu fyrirtækisins frá því í dag.

Auk Microsoft hefur bandaríska fyrirtækið Amazon einnig tilkynnt um að það skuldbindi sig til að fjárfesta í tækniiðnaði í Frakklandi.

Tilkynningarnar berast í aðdraganda fundarins „Choose France“ sem fer fram á morgun. Er viðburðurinn til þess gerður að laða erlenda fjárfesta til landsins.

Stærsta fjárfestingin frá upphafi

Brad Smith, stjórnarformaður Microsoft, segir fjárfestinguna vera stærstu fjárfestingu tæknirisans í Frakklandi frá upphafi. Segir hann langvarandi skuldbindingar Frakklands við kolefnislausa orkumarkaði og staða þess sem mikilvægur leiðtogi í Evrópu skýra ákvörðunina.

Nýja gagnaverið verður í austurhluta Frakklands en núverandi gagnaver í París og í Marseille verða stækkuð.

Amazon mun fjárfesta fyrir meira en 1,2 milljarða evra (181 milljarð króna) í Frakklandi og skapa með því rúmlega 3.000 störf, að því er segir í tilkynningu frá embætti forseta Frakklands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK