Gerði allt vitlaust með svari sínu

Flestar konur tengja án efa við svar Kenyu.
Flestar konur tengja án efa við svar Kenyu. Samsett mynd

Klippa úr bandaríska spurningaþættinum Family Feud í umsjón grínistans Steve Harvey fór á mikið flug á samfélagsmiðlum nú á dögunum.

Þátttakandi að nafni Kenya gerði allt vitlaust með óvæntu svari sínu og eru netverjar margir hverjir sammála um að svar hennar sé það besta í sögu þáttarins, en Family Feud hefur verið í loftinu frá árinu 1976. 

Í hverjum þætti keppa tvær fjölskyldur, en leikurinn samanstendur af skemmtilegum spurningum sem keppendur þurfa að leysa í sameiningu. 

Flestar konur tengja

Kenya tók þátt ásamt fjölskyldu sinni fyrir rétt tæpu ári síðan og heillaði Harvey og áhorfendur í sjónvarpssal með hreinskilni sinni, húmor og eintómri snilli. 

Harvey, sem hefur stjórnað þættinum frá árinu 2010, spurði þátttakendur hvaðan eða frá hverjum þeir hefðu hlotið hvað mestan stuðning í gegnum ævina.

Flestir þátttakendur nefndu fjölskyldumeðlim, vin, gæludýr eða vinnufélaga en Kenya hristi vel upp í leiknum þegar hún sagði mesta stuðninginn vera frá brjóstahaldaranum sínum.

Mikil fagnaðarlæti brutust út í sjónvarpssal þegar Kenya greindi frá svari sínu. Hún hlaut dynjandi lófaklapp frá Harvey, áhorfendum og þátttakendum, enda átti hún það fyllilega skilið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil hætta á einhvers konar valdabaráttu í dag. Vertu því jákvæður gagnvart mönnum og málefnum og hugsaðu vel þinn gang.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lotta Luxenburg
3
Sofie Sarenbrant
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Eppu Nuotio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil hætta á einhvers konar valdabaráttu í dag. Vertu því jákvæður gagnvart mönnum og málefnum og hugsaðu vel þinn gang.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lotta Luxenburg
3
Sofie Sarenbrant
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Eppu Nuotio